Húsið í september er fyrsta unglingabókin sem Hilmar Örn Óskarsson sendir frá sér. Hann er...
Katrín Lilja
Katrín er sagnfræðingur og blaðakona sem hefur frá unga aldri setið með nefið ofan í bók. Það var henni eðlislægt. Hún trúði því að jafnaldrar hennar hefðu sömu hneigingu til bóka og það var ekki fyrr en á sextánda aldursári sem hún gerði sér grein fyrir að ef til vill var lesturinn ekki eins eðlislægur öðrum í kringum hana.
Þá vöknuðu spurningar um það hvort það þætti eðlilegt að ganga með bækur á sér hvert sem var farið. Hvort það væri eðlilegt að vera með bók innanklæða eða í veskinu öllum stundum? Þegar þessar vangaveltur spruttu upp gekk hún með Góða dátann Svejk innanklæða á skólasetningarathöfn Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Góði dátinn var innbundin bók og fremur óhentug innanklæða.
Yndislestri hrakaði ört næstu árin, samfara meiri lestri á skólabókum. En nú er skólagöngu loksins lokið og yndislesturinn óðum að hefjast aftur eftir langan dvala. Katrín les mikið af barna- og ungmennabókum enda er lesið fyrir börnin á hverju kvöldi. Einnig slæðist ein og ein skáldsaga inn á milli.
Katrín er búsett á Akranesi ásamt þremur sonum, tveimur köttum og einum eiginmanni. Hún vinnur sem lausablaðamaður og sinnir eigin verkefnum í frítíma sínum ásamt því að lesa og skrifa um bækur.
Fleiri færslur: Katrín Lilja
Jöklar, einstaklingshyggja, loftslagið og fríríkið í Breiðárbragga
Kristín Helga Gunnarsdóttir sendir frá sér Fjallaverksmiðju Íslands, í jólabókaflóðið í ár....
Fjölbreyttir hæfileikar Rosalinganna
Nýjasta bók Kristjönu Friðbjörnsdóttur er Rosalingarir, fjörug bók um krakka sem þurfa örlitla...
Sterkar stelpur í álfaheimum
Eyðieyjan – Urr, öskur, fótur og fit er fyrsta bók Hildar Loftsdóttur. Bókin segir frá systrunum...
Eftirlitslaus börn í Austurbænum
Randalín, Mundi og leyndarmálið er fjórða bókin um vinina tvo í Austurbænum. Bækurnar eru eftir...
Hóremheb og óttinn við dauðann
„Eins og allar mínar bækur eru þessi saga fyrst og fremst um persónurnar og viðbrögð þeirra við...





