Sæunn Gísladóttir

Sæunn er hagfræðingur og ráðgjafi í þróunarsamvinnu sem hefur alltaf verið mikill lestrarhestur. Um stuttan tíma á unglingsárum nennti hún lítið að lesa bækur en þroskaðist sem betur fer hratt upp úr því.

Hún lauk málabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem mikil áhersla var lögð á góðar bókmenntir og tók á sömu önn yndislestur í bæði íslensku og ensku því henni fannst algjör forréttindi að fá einingar fyrir þetta áhugamál sitt.

Sæunn er alæta á bækur en góðar glæpasögur og skáldsögur sem gerast í veröld sem hún gæti hugsað sér að búa í eru í miklu uppáhaldi. Uppáhalds bókin hennar er venjulega sú sem hún hefur í höndum að hverju sinni en vill ekki að klárist.

Hún elskar að eiga fallegar bækur og er markmið hennar að eiga við ævilok svipað bókasafn og Dýrið í Fríða og dýrið.