Mjólk og hunang

21. febrúar 2018

Milk and honey
Rupi Kaur
Andrews McMeel Publising
Bandaríkin, 2015

Ég fékk þessa fallegu ljóðabók lánaða hjá samstarfskonu minni. Það tók mig ekki langan tíma að klára bókina, eina kvöldstund. Bókin skiptist í fjóra hluta; sársaukinn (the hurting), ástin (the loving), niðurbrotið (the breaking) og enduruppbyggingin (the healing). Það er mjög mikill munur á ljóðunum í þessum þremur köflum, sum þeirra töluðu mjög sterkt til mín á meðan að önnur gerðu það ekki. Það fór svo, eftir að hafa lesið bókina í einum rykk á einu kvöldi, að ég keypti mér eintak af þesari fínu bók. Ég veit að ég mun vilja grípa niður í hana aftur seinna.

Bókin er mjög feminísk, nístir oft inn að beini í hreinskilni sinni og ýfir upp sár fortíðarinnar sem maður hélt að væru löngu gróin. Allt í allt er þetta heillandi falleg, femínísk erótísk ljóðabók sem ég mæli með að sem flestir lesi. Ég get ekki beðið eftir að næla mér í aðra ljóðabók hinnar 25 ára gömlu Rupi sem ber nafnið Sun and her flowers.

Lestu þetta næst

Að þekkja tilfinningarnar

Að þekkja tilfinningarnar

Í fyrra kom út bókin Litaskrímslið hjá Drápu en hún er bráðskemmtileg bók um stúlku sem hjálpar...

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...