Vonda stjúpmamman

Penni: Katrín Lilja

downloadFjöldinn allur af börnum þurfa að glíma við það að foreldrar þeirra skilja og taka svo saman við einhvern annan. Í bókinni Norn  eftir Kim Fupz Aakeson og Rasmus Bregnhöi er tekist á við þær tilfinningar sem börn þurfa að glíma við þegar nýr maki kemur inn í spilið.

Í bókinni þarf ungur strákur að berjast við norn sem hefur tekið yfir líf pabba hans. Hún er með oddmjóan hatt, vörtu á nefinu, græn, lyktar af brennisteini og galdrar. Hún gefur honum nornamat að borða og það versta er að hún hefur dáleitt pabba hans, sem sér ekki hve ógeðsleg hún er. Eftir því sem líður á bókina breytist nornin hægt og rólega í venjulega konu, sem er bara alls ekkert svo slæm eftir allt saman. Það er nefnilega hægt að venjast öllu.

Bókin er skemmtilega myndskreytt og það er hægt að hlæja að henni. Hún gagnast örugglega börnum sem þurfa að taka á móti nýrri persónu í líf sitt og annars foreldrisins. Þýðingin, eftir Guðna Kolbeinsson, er vel gerð og bókin er auðveld aflestrar, sem skiptir miklu máli þegar lesið er fyrir börn.

Lestu meira

Í ástarsorg í Víetnam

Í ástarsorg í Víetnam

Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað töluvert í pestarástandinu sem ríkir í heiminum. Ferðalög á milli landa liggja niðri að mestu og sjálf hef ég ekki ferðast út fyrir Íslandsstrendur síðan 2019, eins og eflaust flestir landsmenn. Það því dýrmætt að geta...