Á flakki í tíma og rúmi

6. júlí 2018

 

Raddir úr húsi loftskeytamannsins er samansafn smásagna og ég var strax föst í neti bókarinnar eftir fyrstu söguna um loftskeytamanninn sem er fæddur til að segja sögur. Steinunn G. Helgadóttir skrifaði Raddir úr húsi loftskeytamannsins og bókin kom út árið 2016. Steinnunn er myndlistarkona og hefur áður gefið út ljóðabækurnar Kafbátakórinn og Skuldunautar. Þá gaf hún út bókina Samfeðra árið 2018.RaddirUrHusiLoftskeytamannsins

konfekt

Raddir úr húsi loftskeytamannsins er eins og konfektkassi. Hver og ein saga er ljúffeng og sæt, en maður finnur samt strax að það er svipað bragð af öllum molunum. Og að þeir tengjast einhvern veginn allir, eins og súkkulaðibragðið sem fylgir konfektmolunum. Stíll Steinunnar er einlægur og hver saga er sögð í fyrstu persónu. Þegar það kemur svo í ljós að sögurnar tengjast allar á einhvern hátt þá var það eins og að finna gott púsl sem maður getur setið yfir tímunum saman. Vísbendingarnar um tengslin eru stundum óljósar og gufukenndar en stundum svo rosalega æpandi að mér fannst það næstum hávaði og óþægilegt.

Ég dáist að stíl Steinunnar og því hvernig hún náði að láta mér verða annt um hverja og eina persónu. Lesandi verður svo náinn persónunum, sem eru eiginlega allar einhvers konar sérvitringar. Það var stundum erfitt að fylgjast með hvar í tímanum maður var staddur, en það skipti eiginlega ekki máli. Hver saga er svo dásamlega einlæg að það var unun að lesa. Hver saga var líka nokkuð þungmelt og ég eyddi lengri tíma en ella í að lesa bókina af því að ég var einfaldlega með hugann við persónu síðustu sögu og ekki tilbúin að skilja við hana. Við heyrum af tvíburasystrunum sem reka sjoppu með móður sinni, bóksala á ferðalagi, einrænum loftskeytamanni, ungum manni í leit að ellefu hálfsystkinum sínum, bræðrunum Nonna og Manna sem flytja til Noregs og fleiri persónum.

Ég mæli hiklaust með Raddir úr húsi loftskeytamannsins fyrir þá sem vilja næla sér í saðsama konfektmola í amstri dagsins. Hver saga er einmitt nægilega stutt til að geta lesið í kaffipásum eða strætó eða bara hvar sem maður finnur smá lausa stund. Maður tekur svo eitthvað með sér úr bókinni í hvert sinn, eitthvað til að gæla við í huganum.

Lestu þetta næst

Hamingjusöm sögulok?

Hamingjusöm sögulok?

Þessi umfjöllun inniheldur spilla.  Ég er nýflutt í íbúð með góðar svalir sem baðaðar eru...

Hinsegin hugarheimur

Hinsegin hugarheimur

Sjálfsævisögulegi söngleikurinn Góðan daginn faggi kom fyrst á svið árið 2021 og hlaut mikið og...

Að sleppa tökunum

Að sleppa tökunum

Spennusagan Bylur er önnur bók höfundarins Írisar Aspar Ingjaldsdóttur sem hefur áður gefið út...

Mega þorskar segja frá?

Mega þorskar segja frá?

Þorskasaga  eftir HAFstein Níelsson og Ólíver Þors(k)teinsson    Nú er loksins komið að því! Ég...

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muniGunnella eftir Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur hjá Afturámóti Á sviðinu er...

Rústaðu mér

Rústaðu mér

Vinkona mín gerði mér á dögunum tilboð sem ég gat ekki hafnað. Hún var með tæplega 800 blaðsíðna...