Ein frægasta steingeit í heimi á afmæli í dag!

Tolkien var margt til lista lagt og skartar hér afbragðs fínni skeggmottu. Ekki margir sem komast upp með það.

Steingeitin J.R.R. Tolkien er afmælisbarn dagsins, fæddur á því herrans ári 1892 og lést þann 2. september 1973. Tolkien er líklega hvað frægastur fyrir að hafa skrifað fantasíurnar Hringadróttinssögu og undanfara hennar Hobbitann þar sem sagt er frá Hringnum eina og örlagaríkri sköpun hans auk þeirri baráttu sem varð á endanum til þess að Fróði nokkur Baggi staulaðist upp Dómsdyngju með það fyrir augum að eyða Hringnum eina fyrir fullt og allt.

Ég bið alla þá sem ekki þekkja söguna formlega afsökunnar á þessum spennuspilli sem síðasta setning hafði í för með sér en að sama skapi vil ég biðja þá vinsamlegast um að taka upp bækurnar og lesa þær. Að minnsta kosti horfa á myndirnar því þessi saga er stórkostleg.

Auk þess að skrifa Hringadróttinssögu og Hobbitann vann Tolkien einnig að einskonar heimssögu þessa ævintýraheims og kom það hálfkláraða verk út eftir dauða Tolkiens. Nefnist það verk Silmerillinn og var það syni Tolkiens að þakka að það verk leit dagsins ljós.

 

Dramað í kringum þennan hring ætlaði engan enda að taka en sem betur fer endaði allt vel.

Tungumálamaður og séní

Tolkien var ekki einungis mjög hæfur rithöfundur heldur skapaði hann heilan heim fullan af hinum ýmsu verum sem hann dró upp úr pokahorni ýmissa menningarsamfélaga auk þess að skapa algjörlega ný tungumál með öllum þeim aragrúa af málfræðitinktúrum sem tungumál þurfa.

Sjálf kynntist ég kvikmyndunum um Hringadróttinssögu fyrst áður en ég las bækurnar og verð ég að segja að myndirnar gera bókunum að mínu mati mjög góð skil, enda eru þær mjög svo nákvæmar þökk sé leikstjóranum, ofurnördinum og Tolkienaðdáandanum Peter Jackson. Án hans og hans samstarfsmanna hefðu þessar myndir líklega ekki orðið að þeirri kanónu sem þær eru í dag.

Við hjá Lestrarklefanum óskum afmælisbarninu til hamingju með þennan líka fína dag og sendum kveðju út í kosmosið!

 

Lestu þetta næst

Of flöt frásögn

Of flöt frásögn

Violeta er nýjasta skáldsaga Isabel Allende sem kom út á síðasta ári og stuttu síðar í íslenskri...

Blæðir þér?

Blæðir þér?

Í kvöld heiti ég Sara. Pabbi minn, sem kom með mér í leikhús, heitir líka Sara. Sama gildir um...

Er hægt að vera svona?

Er hægt að vera svona?

Nú í mars mánuði kom út hjá bókaútgáfunni Björt bókin Verity eftir Colleen Hoover í íslenskri...