Mest seldu bækurnar 2018

Í byrjun árs skjóta alls kyns metsölulistar upp hausnum um allan vefinn. Það er oftast gaman að skoða þá og þess vegna hefur Lestrarklefinn tekið saman nokkra listana.

Metsölulisti Pennans Eymundsson er nær yfirfullur af jólabókum. Þar trónir Arnaldur á toppnum eins og síðustu ár og svo raða fleiri glæpa- og spennusögur sér þar á eftir. Þá virðast ferðamenn vera duglegir að kaupa sér bækur, því nóbelsskáldið í enskri þýðingu nær á listann. Ein barnabók komst á metsölulistann í ár, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson.

  1. Stúlkan hjá Brúnni eftir Arnald Indriðason
  2. Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur
  3. Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur
  4. Þorpið eftir Ragnar Jónasson
  5. Þorsti eftir Jo Nesbø
  6. Independent people eftir Halldór Laxness
  7. Iceland in a bag
  8. Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson
  9. Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason
  10. The sagas of Iceland

Vinsælustu barnabækurnar hjá Pennanum Eymundsson eru nær allar eftir íslenska höfunda. Athygli vekur að Ævar Þór Benediktsson á fjórar bækur á listanum, sem verður að teljast nokkuð afrek fyrir höfund.

  1. Þitt eigið tímaferðalag eftirÆvar Þór Benediktsson
  2. Siggi sítróna eftir Gunnar Helgason
  3. Ofurhetjuvíddin eftir Ævar Þór Benediktsson
  4. Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson
  5. Þín eigin saga: Búkolla eftir Ævar Þór Benediktsson
  6. Þín eigin saga: Börn Loka eftir Ævar Þór Benediktsson
  7. Miðnæturgengið eftir David Walliams
  8. Stóra bókin um Hvolpasveitina
  9. Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
  10. Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams

Félag íslenskra bókaútgefenda er þó sennilega með ítarlegustu metsölulistana, þótt enn vanti heildarlistann fyrir árið 2018. Hægt er að sjá bókunum skipt niður eftir sölu á erlendum bókum og íslenskum, barnabókum, unglingabókum, ungmennabókum, ljóðabókum, fræðibókum og svo framvegis.  En ef litið er eingöngu á topplistann frá því vikuna fyrir jól þá er niðurstaðan þessi:

  1. Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason
  2. Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur
  3. Þorpið eftir Ragnar Jónasson
  4. Siggi sítróna eftir Gunnar Helgason
  5. Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur
  6. Útkall – Þrekvirki í djúpinu eftir Óttar Sveinsson
  7. Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson
  8. Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur
  9. Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason
  10. Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson

Það verður spennandi að sjá hvernig listinn verður þegar metsölulisti ársins 2018 kemur út.

Storytel sendi líka frá sér lista yfir vinsælustu bækur ársins 2018. Glæpa- og spennusögur eru mest áberandi á listanum. Listinn er eftirfarandi:

  1. Nornin eftir Camillu Läckberg
  2. Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur
  3. Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur
  4. Hlustað eftir Jón Ottar Ólafsson
  5. Krýsuvík eftir Stefán Mána
  6. Syndafallið eftir Mikael Torfason
  7. Bak við luktar dyr eftir B.A. Paris
  8. Dalalíf – Logn að kvöldi eftir Guðrúnu frá Lundi
  9. Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur
  10. Ljónatemjarinn eftir Camillu Läckberg

Storytel birti líka lista yfir vinsælustu barnabækurnar. Þar hefur Gunnar Helgason yfirburðina með fjórar bækur á listanum.

  1. Langelstur í bekknum  efir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
  2. Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason
  3. Harry Potter og viskusteinninn eftir J.K. Rowling
  4. Mamma klikk eftir Gunnar Helgason
  5. Harry Potter og leyniklefinn eftir J.K. Rowling
  6. Fólkið í blokkinni – Dýragarðurinn eftir Ólaf Hauk Símonarson
  7. Aukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason
  8. Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason
  9. Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren
  10. Bróðir minn ljónshjarta eftir Astrid Lindgren

Lestu þetta næst

Út í geim

Út í geim

Ég er stjörnufræðinörd og hef horft á fleiri heimildarmyndir um fjarlægar plánetur á...

Sumarleg og fjörug sandkaka

Sumarleg og fjörug sandkaka

Nýlega kom út Mamma Sandkaka, lífleg og fallega myndlýst barnabók eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur....

Flugur á sad beige vegg

Flugur á sad beige vegg

Við erum stödd á fyrstu frumsýningunni á stóra sviðinu á leikárinu. Það er verið að fara sýna...