“Þetta vilja börnin sjá!” í Gerðubergi

Þann 20. janúar síðastliðinn var opnuð sýningin Þetta vilja börnin sjá! á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Á sýningunni er hægt að skoða myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018. Sýningin í Gerðubergi stendur til 31. mars og er opin á milli 9:00 og 18:00. Eftir 31. mars fer sýningin á flakk um landið. Fyrsti viðkomu staður er Amtsbókasafnið á Akureyri, þar sem sýningin opnar í byrjun apríl.

Á sýningunni má meðal annars sjá teikningar Ryoko Tamura sem myndskreytti Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu, teikningar eftir Sigrúnu Eldjárn og Rán Flygenring, sem myndskreytti meðal annars bækurnar Fuglar og Skarphéðinn Dungal. Sýningin í ár er sú sautjánda og er vel til þess fallin að sýna þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Að þessu sinni taka nítján teiknarar þátt í sýningunni:

 • Anna Lísa Björnsdóttir
 • Arnór Kárason
 • Bergrún Íris Sævarsdóttir
 • Elsa Nielsen
 • Freydís Kristjánsdóttir
 • Hafsteinn Hafsteinsson
 • Heiða Rafnsdóttir
 • Heiða Björk Norðfjörð
 • Ingi Jensson
 • Kristín Ragna Gunnarsdóttir
 • Laufey Jónsdóttir
 • Linda Ólafsdóttir
 • Martine Jaspers-Versluijs
 • Rán Flygenring
 • Ryoko Tamura
 • Sigmundur B. Þorgeirsson
 • Sigrún Eldjárn
 • Svafa Björg Einarsdóttir
 • Þórarinn Már Baldursson

 

Lestu þetta næst

Geturðu elskað mig núna?

Geturðu elskað mig núna?

Þegar Hvítfeld, fyrsta skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, var sett fyrir í bókmenntafræðiáfanga sem...

Ögrandi smásagnasafn

Ögrandi smásagnasafn

Bókmenntir Suður-Ameríku hafa alltaf heillað mig. Smásögur eru töluvert virðingaverðara...