Verðlaunuð fyrir þýðingu sína á verki Dostojevskí

Mynd fengin af síðu forsetaembættisins.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í fimmtánda sinn í dag og hlutu þau Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg heitin Haraldsdóttir verðlaunin að þessu sinni fyrir þýðingu þeirra á verkinu Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodors Dostojevskí. Bandalag þýðenda og túlka auk Rithöfundasambands Íslands standa fyrir verðlaununum sem veitt voru að heimili Halldórs Laxness heitins, Gljúfrasteini. Forseti Íslands flutti ávarp og veitti verðlaunin. Dómnefnd var skipuð Steinþóri Steingrímssyni, Brynju Cortes Andrésardóttur og Hildi Hákonardóttur.

Alls voru sex þýðendur tilnefndir til verðlaunanna. Tilnefnd voru, auk sigurvegaranna, Hjalti Rögnvaldsson fyrir þýðingu sína á Þetta er Alla eftir Jon Fosse, Ingibjörg Eyþórsdóttir fyrir þýðingu sína á Hin Órólegu eftir Linn Ullmann, Einar Thoroddsen fyrir þýðingu sína á Víti eftir Dante, Elísa Bjargar Þorsteinsdóttir fyrir Etýður í snjó eftir Yoko Tawada og Uggi Jónsson fyrir Sæluvímu eftir Lily King.

Við óskum Gunnari Þorra og aðstandendum Ingibjargar innilega til hamingju með verðlaunin.

Lestu þetta næst

Of flöt frásögn

Of flöt frásögn

Violeta er nýjasta skáldsaga Isabel Allende sem kom út á síðasta ári og stuttu síðar í íslenskri...

Blæðir þér?

Blæðir þér?

Í kvöld heiti ég Sara. Pabbi minn, sem kom með mér í leikhús, heitir líka Sara. Sama gildir um...

Er hægt að vera svona?

Er hægt að vera svona?

Nú í mars mánuði kom út hjá bókaútgáfunni Björt bókin Verity eftir Colleen Hoover í íslenskri...