Verðlaunuð fyrir þýðingu sína á verki Dostojevskí

Mynd fengin af síðu forsetaembættisins.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í fimmtánda sinn í dag og hlutu þau Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg heitin Haraldsdóttir verðlaunin að þessu sinni fyrir þýðingu þeirra á verkinu Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodors Dostojevskí. Bandalag þýðenda og túlka auk Rithöfundasambands Íslands standa fyrir verðlaununum sem veitt voru að heimili Halldórs Laxness heitins, Gljúfrasteini. Forseti Íslands flutti ávarp og veitti verðlaunin. Dómnefnd var skipuð Steinþóri Steingrímssyni, Brynju Cortes Andrésardóttur og Hildi Hákonardóttur.

Alls voru sex þýðendur tilnefndir til verðlaunanna. Tilnefnd voru, auk sigurvegaranna, Hjalti Rögnvaldsson fyrir þýðingu sína á Þetta er Alla eftir Jon Fosse, Ingibjörg Eyþórsdóttir fyrir þýðingu sína á Hin Órólegu eftir Linn Ullmann, Einar Thoroddsen fyrir þýðingu sína á Víti eftir Dante, Elísa Bjargar Þorsteinsdóttir fyrir Etýður í snjó eftir Yoko Tawada og Uggi Jónsson fyrir Sæluvímu eftir Lily King.

Við óskum Gunnari Þorra og aðstandendum Ingibjargar innilega til hamingju með verðlaunin.

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...