Verðlaunuð fyrir þýðingu sína á verki Dostojevskí

16. febrúar 2019

Mynd fengin af síðu forsetaembættisins.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í fimmtánda sinn í dag og hlutu þau Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg heitin Haraldsdóttir verðlaunin að þessu sinni fyrir þýðingu þeirra á verkinu Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodors Dostojevskí. Bandalag þýðenda og túlka auk Rithöfundasambands Íslands standa fyrir verðlaununum sem veitt voru að heimili Halldórs Laxness heitins, Gljúfrasteini. Forseti Íslands flutti ávarp og veitti verðlaunin. Dómnefnd var skipuð Steinþóri Steingrímssyni, Brynju Cortes Andrésardóttur og Hildi Hákonardóttur.

Alls voru sex þýðendur tilnefndir til verðlaunanna. Tilnefnd voru, auk sigurvegaranna, Hjalti Rögnvaldsson fyrir þýðingu sína á Þetta er Alla eftir Jon Fosse, Ingibjörg Eyþórsdóttir fyrir þýðingu sína á Hin Órólegu eftir Linn Ullmann, Einar Thoroddsen fyrir þýðingu sína á Víti eftir Dante, Elísa Bjargar Þorsteinsdóttir fyrir Etýður í snjó eftir Yoko Tawada og Uggi Jónsson fyrir Sæluvímu eftir Lily King.

Við óskum Gunnari Þorra og aðstandendum Ingibjargar innilega til hamingju með verðlaunin.

Lestu þetta næst

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...

Framandi, lifandi fegurð

Framandi, lifandi fegurð

Þórdís Helgadóttir sló rækilega í gegn með margslungnu skáldsögunni Armeló sem kom út í fyrra. Í...

Hleypum öllum inn

Hleypum öllum inn

 Eigendur 300 milljóna og 300 fermetra glæsiíbúða eiga í vændum erfiðan húsfund. Kosið skal um...

Meistaraleg frönsk flétta

Meistaraleg frönsk flétta

Nýverið kom út franski krimminn Dauðinn og stúlkan eftir Guillaume Musso í þýðingu Kristínar...