Bókamarkaður í Laugardal

22. febrúar 2019

Í dag, föstudaginn 22. febrúar, opnaði Bókamarkaðurinn í Laugardalnum og stendur til 10. mars næstkomandi. Síðar mun markaðurinn flytja sig á Akureyri og til Egilstaða.

Lestrarklefinn hvetur bókaunnendur til að líta við á markaðnum og gera góð kaup. Til dæmis er hægt að gera prýðiskaup á barnabókum, sem síðar er hægt að nota í gjafir til ungra bókaorma. Nú, eða kaupa bókina sem þig langaði alltaf að kaupa en hefur ekki enn gert.

Ótrúlegt úrval af bókum fer á markaðinn í ár og þeir sem vilja geta kynnt sér bókalistann hérna.

Opið verður 10-21 alla daga.

Lestu þetta næst

Sannleikanum er hvíslað

Sannleikanum er hvíslað

Ljóðabókin Mara kemur í heimsókn er önnur útgefin ljóðabók höfundar, en sú fyrri, Máltaka á...

Hús táknar sálina

Hús táknar sálina

Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Félagsland...

Ég fæðist dáin

Ég fæðist dáin

Gólem eftir Steinar Braga „Við erum öll líkön. Sjálf okkar eru líkön hýst í taugum. Efni er líkan...