Bókasöfnin loka vegna herts samkomubanns

Bókasöfn landsins tilkynntu í gær að þau myndu loka dyrum sínum fyrir lánþegum til 14. apríl næstkomandi vegna herts samkomubanns og til að koma í veg fyrir frekari dreifingu Kórónaveirunnar. Þetta á líka við um söfn á landsbyggðinni. Ekki safnast dagsektir á bækur sem hafa skiladag á tímabilinu. Lánþegar geta því rólegir lúrt á lánsbókunum langt fram í apríl án þess að eiga í hættu að mæta hárri sekt við skilin 14. apríl.

Sum minni söfn bjóða upp á heimsendingu á bókum. Kíktu á hvaða þjónustu þitt bókasafn býður upp á á meðan lokin stendur yfir. Fyrir aðra er rétt að minna á rafbókasafnið.

 

Lestu þetta næst

Smáar sögur, stór orð

Smáar sögur, stór orð

Smásagan: skáldverk sem hægt er að lesa í einum rykk, við einn kaffibolla, í einni strætóferð, á...

Nútíma Agatha Christie

Nútíma Agatha Christie

Gestalistinn eftir breska spennusagnahöfundinn Lucy Foley kom út í íslenskri þýðingu í apríl 2022....