Á flakki í júní

1. júní 2020

Í júní fer landinn að hugsa sér til hreyfings. Flestir munu ferðast innanlands í ár, af augljósum ástæðum. Sumir komast ekkert vegna vinnu, en þrá mjög heitt að komast eitthvert annað. Það er eiginlega sama hvaða áætlanir þú hefur í sumar, þú getur alltaf ferðast á auðveldan og ódýran hátt. Í júní ætlum við í Lestrarklefanum að beina kastljósi okkar að ferðasögum.

„En hvað eru ferðasögur?“ gætir þú spurt þig. Jú, ferðasögur eru bækurnar sem taka þig á fjarlægar slóðir, til fortíðar, til framtíðar eða þú labbar mjög langt með söguhetjunni. Ferðalagið gerist að sjálfsögðu eingöngu í huganum.

Viltu fara til skosku eyjunnar Mure? Finndu bók eftir Jenny Colgan. Langar þig að fara í frumskóga Indónesíu? Lestu Sæluvímu eftir Lily King. Viltu gerast landnemi á Kepler62? Lestu bókaflokkinn. Það er hægt að ferðast hvert sem er í huganum og ferðasögur er mjög vítt hugtak. Við ætlum þó að reyna að takmarka okkur við bækur þar sem söguhetjan fer á flakk eða höfundur tekur okkur á framandi slóðir. Bækur eru nefnilega frábærar til að ferðast til annarra landa og jafnvel til fjarlægra stjörnuþoka. Vertu með okkur í flakkinu og deildu þínum lestri með okkur. Merktu Lestrarklefann á Instagram eða á Facebook með tagginu #ferðasaga. 

#Ferðasaga #Lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...

Forrest Gump Íslands

Forrest Gump Íslands

Óli K. er fagurlega gerð ljósmyndabók með ævisögulegu ívafi um líf og störf ljósmyndarans Ólafs K....