Vélmáfar og horfnir snjallsímar

Fyrir þó nokkru kom út bókin Dularfulla símahvarfið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem áskrifendur í bókaklúbbi Ljósaseríunnar fengu að njóta fyrstir. Brynhildur er þrautþjálfarður barnabókahöfundur og sendi síðast frá sér bókina Ungfrú fótbolti, fyrir síðustu jól. Dullarfulla símahvarfið fjallar um það þegar krakkar taka málin í sínar hendur, finna út úr hlutunum, sýna sjálfstæði og þor.

Í Dularfulla símahvarfinu rannsakar Katla undarlegan máf sem fellur af himnum. Máfurinn er vélknúinn og tengist á einhvern undarlegan hátt hvarfi ótal snjallsíma í bænum. Krakkarnir í sögunni búa yfir mikilli tækniþekkingu (líkt og flestir krakkar gera í dag), eru sjálfbjarga og hugrakkir og komast til botns í þessum dularfullu málum. Endirinn er allt annar en maður hefði búist við og nokkuð skoplegur. Myndhöfundur bókarinnar er Elín Elísabet og skapar hún afslappaða og fyndna stemmingu í bókina með myndunum.

Í mörgum barnabókum þurfa krakkarnir að berjast fyrir því að þeim sé trúað, svo er ekki í þessari bók. Að auki komast börnin til botns í rauverulegum glæp, þótt glæpamaðurinn sé alls ekki sá sem þeim hefði grunað að hann væri. Það var í raun gömul kona sem stjórnaði fullt af vélmáfum og rændi snjallsímum með þeim til þess að brjóta á mjög svo ósanngjörnu banni á þeim raftækjum innan veggja elliheimilisins. Glæpakonan endaði að sjálfsögðu í fangelsi eftir að Katla og vinir hennar afhjúpa glæpina. Álitsgjafi Lestrarklefans (átta ára) var ánægður með bókina, hún þótti spennandi, fyndin og skemmtileg.

Sjálfri fannst mér bókin lipurlega skrifuð, skemmtileg og grípandi. Hver kafli leiðir lesandann yfir í næsta kafla, myndirnar skapa heildarmynd en hefðu mátt vera fleiri. Bókin sendir þau skilaboð til krakka að þau hafi bara víst rétt fyrir sér mjög oft. Þau eiga að treysta á sjálf sig!

 

Lestu þetta næst

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...

Ráðgátugleraugun

Ráðgátugleraugun

Í Ljósaseríunni koma út bækur sem henta börnum á yngsta og miðstigi í grunnskóla. Bækurnar eru...