Olía er merkilegasta bókin sem ég hef lesið í þessu flóði hingað til. Hver kafli var ferskur andblær og hafði fram að færa eitthvað nýtt. Verkið velti upp hugleiðingum um framtíð heimsins, varpaði ljósi á stöðu kvenna á Íslandi og ögraði lesandanum hæfilega með mismunandi stílum og persónum sem allar voru skrifaðar af dýpt og næmni. Eins og ég segi hér fyrir ofan hefði ég jafnvel viljað heila skáldsögu um eina persónuna en bókin skilur lesandann eftir spenntan yfir framtíðar skáldsögum Svikaskálda.