Sjö hjónabönd, vættir og jólasögur

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Sæunn spjalla um Dalinn eftir Margréti Höskuldsdóttur.

Nýjasti þáttur Lestrarklefans á Storytel er kominn í loftið! Rebekka Sif slær á þráðinn við Evu Rún Þorgeirsdóttur og ræddi um Sögur fyrir jólin, jóladagatal Storytel, og nýja framtíðarsögu fyrir börn Skrímslin vakna.

Svo má heyra dásamlegan lestur Margrétar Vilhjálmsdóttur leikkonu úr hinni geysivinsælu bók Sjö eiginmenn Evelyn Hugo, sem er nú loksins komin út á íslensku. Sunna Dís Másdóttir þýðir, Bókabeitan gefur út.
Katrín Lilja, Saeunn og Rebekka Sif ræða svo um Sjö eiginmenn Evelyn Hugo og spennutryllirinn Dalinn eftir Margréti Höskuldsdóttur.

Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri Lestrarklefans. Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Eva Rún Þorgeirsdóttir og Rebekka Sif spjalla um Sögur fyrir jólin, jóladagatal Storytel.

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...