September er meira en hálfnaður og bókafólk er farið að titra af eftirvæntingu fyrir nýrri útgáfu. Það er eins og allir haldi niðri í sér andanum, bíði með eyru og augu sperrt. Vonast til að heyra af einhverju nýju sem komi út. Vonast til að heyra að uppáhaldshöfundurinn þeirra eigi bók í jólabókaflóðinu í ár. Þessa dagana eru bækur að koma úr prentun og því hefur einn og einn höfundur að frumsýnt kápur nýrra bóka. Hérna er smá forsmekkur af því sem er væntanlegt í næstu vikum:
Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson
Í byrjun október kemur út þriðja skáldsaga Jónasar Reynis. Í þetta sinn gefur hann út hjá Forlaginu en áður hefur hann verið hjá forlögunum Partusi og Páskaeyjunni. Ekki er mikið vitað um innihald bókarinnar en Jónas er einn af okkar ungu og spennandi höfundum og hefur vakið mikla athygli síðustu ár.
[hr gap=“30″]
Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
Fyrsta bók Kristínar Bjargar, Dóttir hafsins, er væntanleg núna í september hjá bókaútgáfunni Björt. Bókin er hluti af þríleik sem ber heitið Dulstafir. Bókin fjallar um unglingsstúlkuna Elísu sem heyrir kall hafsins og lendir í spennandi ævintýrum í undirdjúpunum.
[hr gap=“30″]
Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur
Skógurinn er þriðja og þar með síðasta bókin í þríleik Hildar Knútsdóttur sem fylgir Kríu og dótturdóttur hennar Ölmu.
[hr gap=“30″]
Iðunn & afi pönk eftir Gerði Kristnýju
Gerður Kristný mun senda frá sér nýja barnabók fyrir þessi jól en hún er höfundur margra vinsælla barnabóka, þar á meðal Ballið á Bessastöðum og Mörtu Smörtu. Nýja bókin heitir Iðunn & afi pönk og fjallar um „reiðhjólastuld, partýhald og barnapíuna afa pönk sem hugsar meira um lúsmýsbitin á handleggnum og eldgamlar hljómsveitir en tapaða hjólið. Limbódrottning kemur einnig við sögu.“ Halldór Baldursson myndlýsir.
[hr gap=“30″]
Hingað og ekki lengra! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur
Rithöfundateymið Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir gefa út bókina Hingað og ekki lengra! fyrir jólin. En þær hafa áður skrifað verðlaunabækur um hann Dodda, Doddi: bók sannleikans! og Doddi: ekkert rugl!.
„[Bókin] fjallar um Vigdísi Fríðu og vinkonur hennar, þrettán ára stelpur sem láta ekki valta yfir sig. Glæpur kemur sannarlega við sögu en bókin er samt hryllilega fyndin.“
[hr gap=“30″]
Bráðum áðan eftir Guðna Líndal Benediktsson
Bókin er tryllingslegt tímaferðalag hinnar bleikhærðu, manga-elskandi Söruh og Elsu frænku sem er blanda af Doc úr Back to the Future og Rick í Rick and Morty. Sagan er uppfull af hasar og hamagangi, undarlegum atburðum og pælingum um tímaferðalög og alkemíu. Guðni bætir við skemmtilegum vísinum í þekktar bíómyndir og í annað sem hringir bjöllum sem gerir lesturinn enn skemmtilegri.
[hr gap=“30″]
Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Vilborg Davíðsdóttir er þekkt fyrir bækur sínar sem sækja innblástur í íslendingasögur og gerast á landsnámstíma. Hér segir hún sögu Þorgerðar Þorsteinsdóttur, móður Þórkötlu Dala-Kollsdóttur.
„Þorgerður kýs heldur að leita styrks hjá skapanornunum undir askinum Yggdrasli en Hvítakristi ömmu sinnar, Auðar Djúpúðgu, og leitin að sannleikanum leiðir hana í siglingu austur yfir haf og seiðför í sal Heljar.“
[hr gap=“30″]
Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur
Benný Sif hefur áður gefið út tvær barnabækur (Jólasveinarannsóknina og Álfarannsóknina) og skáldsöguna Grímu sem vakti mikla lukku. Benný Sif er þjóðfræðingur að mennt og því skal engan undra að hún sæki innblástur í fortíðina í skáldsögum sínum.
„Í vestfirsku sjávarplássi í byrjun tuttugustu aldar gengur hver til sinna verka og nær óhugsandi er að rjúfa mörk stéttar og stöðu. Kona sem á þrjú börn með þremur mönnum á sér ekki viðreisnar von en dóttir hennar Gratíana þráir breytta tíma og betra líf. Hún hafnar þeim kröfum sem hvíla á kvenfólki, hún vill ganga í buxum, frekar sulla í víni en vatni, og hún vill að Sella fái að syngja og Rannveig að ganga í skóla.“
Þessi listi er aðeins byrjunin og það er án efa von á fleiri bókum frá fleiri höfundum. Við bíðum spennt! Hér fyrir neðan er svo instagram færsla frá Forlaginu sem sýnir nokkuð vel hvaða bækur eru væntanlegar í jólabókaflóðinu, ásamt nokkrum bókum sem eru nú þegar komnar út.