Við vitum langflest að Vincent van Gogh er á meðal frægustu og áhrifamestu málurum sögunnar þótt að fólk viti ekki meira um myndlist en það. Ég hef dáðst af goðsögninni af honum frá því ég var lítið barn og geri enn. Ég les, horfi og skoða allt efni sem ég finn um líf hans, list og erfiðleika. Það kom auðvitað ekki annað til greina en að grípa nýju bókina úr hillunni á bókasafninu þegar ég sá hana!

Judith Perrignon skrifar söguna Þetta var bróðir minn… Í henni skapar hún átakanlega sögu manns sem misst hefur bróðir sinn, mann sem er svo harmi sleginn af sorg að hálfu ári seinna er hann látinn. Höfundurinn tekur fram að engar staðreyndir eru tilbúnar af henni, heldur styður hún sig við bréfaskriftir milli bræðranna og annarra vina og vandamanna, og fær að láni rödd og minningar Theos van Goghs til að segja okkur frá því hvernig hann berst fyrir að koma stjörnu bróður síns á himininn. Berst fyrir því að sanna fyrir fjölskyldu sinni að hann hafi skipt máli.

Ég hélt þegar ég tók bókina í hendur að hún myndi líklega ekki fræða mig um neitt sem ég vissi ekki nú þegar um Vincent, en mér skjátlaðist. Ég hafði af einhverri einfeldni staðið í þeirri trú að stjarna Vincents hefði rokið upp á himininn af sjálfsdáðum strax og hann lést en mikið hafði ég rangt fyrir mér. Á meðan Vincent lifði var hann virtur meðal listamanna í París og jafnvel spáð fyrir því að hann ætti eftir að hafa mikil áhrif á listheiminn. Og það sem fæstir hafa leitt hugann að er að það voru ekki bara ótamdir hæfileikar hans og skap sem gerðu hann að goðsögn, heldur var það trúr og tryggur bróðir. Bróðir sem gaf endalaust af sér því hann hafði svo mikla trú. Bróðir sem missti svo mikið og fórnaði heilsu, geði og loks lífinu til að segja heiminum að Vincent væri sannur listamaður.

Þótt að lesandinn viti lítið um listasögu eða um líf og list Vincents hugsa ég að honum geti fundist lesningin afskaplega áhugaverð. Þeir sem telja sig vita margt ættu alls ekki að sleppa því að lesa hana því það er neflilega stór munur á goðsögninni sem gerð hefur verið úr honum og manninum sem hann í raun var. Þetta er saga um Vincent sem bróður.

Lestu þetta næst

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...

Þú ert Blú!

Þú ert Blú!

Ég er mætt á söngleikinn Vitfús Blú og vélmennin. Ljósin kvikna og þrjár verur stíga á mitt sviðið. Þetta eru örlagaskvísurnar sem segja og syngja söguna með ákveðni og stæl. Sagan fjallar um nýjan heim, árið er 3033 og vélkvendið Algríma Alheimsforseti ætlar sér að taka yfir heiminn. En samkvæmt fornum spádómi eru örlög mannkynsins í höndum hins unga Vitfúsar Blú. Hann er eins konar messías sem þarf að bjarga öllum, þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og einfaldur. Það er augljóst að verkið og sýningin er unnin með miklu hjarta alveg frá fyrstu drögum, mikil orka streymir frá leikhópnum og leikgleði einkennir verkið.