60 kíló, Silfurlykillinn og Flóra Íslands

Penni: Katrín Lilja

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins eru Hallgrímur Helgason í flokki fagurbókmennta, fyrir bók sína Sextíu kíló af sólskini, Sigrún Eldjárn í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Silfurlykilinn og að lokum hlaut Flóra Íslands verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Að baki Flóru Íslands standa Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þóhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg.

Sextíu kíló af sólskini  fjallar um umbrotatíma í íslensku samfélagi um aldamótin 1900, þegar Norðmenn komu með nútímann til Íslands. Sagan segir af feðgunum Eilífi og Gesti sem lifa mjög ólíka tíma.

Silfurlykillinn segir af systkinunum Sóldísi, Sumarliða og pabba þeirra í dystópíu-heimi, þar sem mannkynið hefur eyðilagt jörðina og hver og einn þarf að berjast fyrir lífi sínu. Sigrún segir þessa sögu á einfaldan og sakleysislegan hátt.

Flóra Íslands er sagt vera eitt yfirgripsmesta rit sem komið hefur út um íslenskar plöntur. Hér er öllum 467 æðplöntutegundum íslensku flórunnar lýst í máli og myndum auk þess sem fjallað er ítarlega um byggingu, lífsferla og þróun plantna.

Lestrarklefinn óskar vinningshöfum til hamingju með verðlaunin.

 

Aðrir tilnefndir voru:

Til­nefn­ing­ar í flokki  fag­ur­bók­mennta:

 • Ung­frú Ísland eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur
 • Lif­andi­lífs­læk­ur eft­ir Berg­svein Birg­is­son
 • Sálu­messa eft­ir Gerði Krist­nýju
 • Sex­tíu kíló af sól­skini eft­ir Hall­grím Helga­son
 • Haustaugu eft­ir Hann­es Pét­urs­son

Til­nefn­ing­ar í flokki  barna- og ung­menna­bóka:

 • Sag­an um Skarp­héðin Dungal sem setti fram nýj­ar kenn­ing­ar um eðli al­heims­ins eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring
 • Ljónið eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur
 • Rott­urn­ar eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur
 • Silf­ur­lyk­ill­inn eft­ir Sigrúnu Eld­járn
 • Sölvasaga Daní­els­son­ar eft­ir Arn­ar Má Arn­gríms­son

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka  og rita al­menns efn­is:

 • Þján­ing­ar­frelsið. Óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur
 • Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og birkn­ing­ar eft­ir Hörð Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur
 • Bóka­safn föður míns eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son
 • Krist­ur. Saga hug­mynd­ar eft­ir Sverri Jak­obs­son
 • Skúli fógeti – faðir Reykja­vík­ur eft­ir Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur

Lestu meira

Í ástarsorg í Víetnam

Í ástarsorg í Víetnam

Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað töluvert í pestarástandinu sem ríkir í heiminum. Ferðalög á milli landa liggja niðri að mestu og sjálf hef ég ekki ferðast út fyrir Íslandsstrendur síðan 2019, eins og eflaust flestir landsmenn. Það því dýrmætt að geta...