Gagnrýna að hæfni til lesturs sé metin eftir lestrarhraða

Hér má sjá þau viðmið sem Menntamálastofnun útlistar. Þar má sjá að búist er við að 25 prósent þrettán ára unglinga eigi að geta lesið 210 orð á mínútu upphátt.

Umræða um lestur hefur farið mikinn undanfarið og höfum við í Lestrarklefanum ekki farið varhuga af henni. Fjallað hefur verið um að ungmenni lesi minna nú til dags og að lesskilningur hafi orðið undir. Reglulega koma fregnir af bágri stöðu íslenskra nemenda í Pisa könnunum er varðar lestur og lesskilning.

Í kjölfar þessa hafa nokkrir nafntogaðir einstaklingar, auk almennings, stigið fram og gagnrýnt þá staðreynd að enn sé verið að mæla hversu mörg orð nemendur lesi upphátt á mínútu og vilja meina að það sé ekki réttur mælikvarði á hæfni til lesturs. Ein þeirra sem hefur gagnrýnt þetta er Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur en í færslu á Facebook síðu sinni, sem birtist nú 9. febrúar síðastliðinn, segir hún að þjálfun sé lykillinn að því að auka lestur en að þjálfun fáist aðeins ef ungir (sem og aldnir) fái að lesa bækur sem hæfa þeirra áhugasviði.

 

Vitnar hún í orð Hermanns Sigmundssonar, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, en Hermann hefur látið sig lestur varða og rætt um mikilvægi þess að leshraði sé ekki góður mælikvarði á það hversu læs einstaklingur sé; þá ætti heldur að skoða hversu margar bækur börn og unglingar lesa á mánuði. Ævar Þór Benediksson, rithöfundur og vísindamaður, tekur undir orð Arndísar en Ævar hefur verið ötull við að hvetja ungmenni til lesturs með lestrarátökum sínum sem eru orðin fimm talsins.

Arndís er ekki sú eina sem hefur látið sig málið varða en Svavar Knútur, söngvaskáld með meiru, ræddi einnig um lesfimiviðmið sem Menntamálastofnun hefur gefið út og gagnrýnir þau harðlega. Í bæklingi um lesfimiviðmið Menntamálastofnunar segir meðal annars:

Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Lesfimiviðmið Menntamálastofnunar byggja á stöðlunarfyrirlögn lesfimi- prófa sem náði til 5.500 nemenda og fór fram í maí síðastliðnum. Mælieiningin orð á mínútu er að vissu marki háð stíl, innihaldi og orðfæri hvers texta.

Við hjá Lestrarklefanum veltum því fyrir okkur hvort að ekki þurfi að endurhugsa það alvarlega hvernig verið er að mæla kunnáttu íslenskra nemenda í lestri og finnst okkur sú hugmynd að fremur eigi að skoða fjölda lesinna bóka hljóma mjög vel auk þess að leggja áherslu á lesskilning. Við hvetjum því foreldra og forráðamenn að segja börnunum sínum að lesa bækur eftir þeirra áhugasviði, gera bækur sýnilegri á heimilinu og lesa vitanlega með þeim. Áfram lestur!

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...