Geðveikur mars

Í hlaðvarpsþætti marsmánaðar er rætt við þrjár konur; Hörpu Rún Kristjánsdóttur bókmenntafræðing, Elísabetu Jökulsdóttur skáld og listakonu og Árnýju Ingvarsdóttur útgefanda og sálfræðing.

Geðveikin er okkur hugleikin í geðveikum mars. Harpa Rún kynnir okkur fyrir alls kyns hugmyndum um geðveiki í bókmenntum, Elísabet Jökulsdóttir ræðir um sköpunarferlið, skáldskapinn og geðveiki í íslensku samfélagi. Að lokum segir Árný frá sjálfshjálparbókum fyrir börn, þar sem börnunum er kennt að takast á við sálræna kvilla eins og kvíða.

Eitt er að minnsta kosti alveg víst eftir mánuðinn, geðveikin er alls staðar bókmenntunum. Hún getur verið skemmtileg, harmræn, sorgleg, erfið, léttgeggjuð, með tilgang og tilgangslaus. En hún er alls staðar!

Hits: 144'Geðveikur mars' has no comments

Be the first to comment this post!

Would you like to share your thoughts?

Your email address will not be published.

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is