Bókaklúbburinn hennar Reese

18. apríl 2019

Er líður að páskum eru margir að leita að hinni fullkomnu bók til að týna sér í milli þess sem nartað er í súkkulaði. Hvort sem áhuginn er fyrir glæpasögum, smásagnasöfnum eða ástarsögum má þá hiklaust mæla með að fólk kynni sér bókaklúbbinn Reese‘s Book Club x Hello Sunshine. Leikkonan og athafnakonan Reese Witherspoon, sem undanfarin árin hefur beitt sér fyrir að auka vægi kvenna í kvikmynda- og þáttaframleiðslu, stendur að baki bókaklúbbnum. Um er að ræða mánaðarlegan bókaklúbb þar sem ný og áhugaverð bók eftir kvenrithöfund er valin að hverju sinni.

Klúbburinn hóf göngu sína í júní 2017 með frábæru bókinni Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant sem Lestrarklefinn fjallaði nýverið um. Ég hef notið þess að velja mér bækur af listanum og auk Eleanor Oliphant get ég mælt með:

Little Fires Everywhere

The Last Mrs. Parrish

Erotic Stories for Punjabi Widows

Next Year in Havana

You Think It, I‘ll Say It

Allar bækurnar, sem nú eru orðnar 23, eru einnig til í hljóðbókarformi. Á heimasíðu bókaklúbbsins má finna umfjallanir Reese um bækurnar, viðtöl við höfundanna og margt fleira.

Hér má lesa allan listann í heild sinni.

Einnig má mæla með nokkrum öðrum bókum sem Reese Witherspoon hefur hrifist af: Big Little Lies, en Reese framleiddi samnefnda þætti byggða á bókinni og lék eitt aðalhlutverkið í þeim og Wild, æviminningar Cheryl Strayed, Reese framleiddi einnig samnefnda kvikmynd byggða á bókinni og lék Cheryl í myndinni.

Lestu þetta næst

Elsku leg

Elsku leg

Yerma eftir Simon Stone í Þjóðleikhúsinu Jólasýning Þjóðleikhússins 2024, Yerma, kemur svo...

Ótti vekur alltaf upp hatur

Ótti vekur alltaf upp hatur

Ótti vekur alltaf upp haturAriasman í Tjarnarbíó Sýningin Ariasman er 80 mínútna einleikur þar sem...

„Kona verður að velja“

„Kona verður að velja“

Leikritið Ungfrú Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu föstudaginn 17. janúar síðastliðinn. Um er...

Segulmagnaður einleikur

Segulmagnaður einleikur

Ífigenía var dóttir Agamemnon konungs í grískri goðafræði. Samkvæmt sögunni var henni fórnað af...