Rithornið: Staðgengill

25. júní 2020

Staðgengill

 

Gýtur augum

á útsaumaðan hjörtinn

efst í stigaganginum

tignarleg krónan

fylgir henni

álútri

en einbeittri

upp rósalögð

þrepin

þar sem hún dregur á eftir sér

fagursveigða

hlyngrein

í blóma

sem óvænt illviðrið

braut

frá stofni

 

býr um kvistinn

sinn

í rökkrinu

undir fiðri og dún

kúrir

svo vængjuð laufin

umfaðma hana

 

við dyrnar má heyra – kannski

vindinn hvísla huggunarrómi

og raula

ástúðlega

 

[hr gap=“30″]

 

nína Óskarsdóttir/Nína er með MA. í menningarmiðlun og er bókavörður af guðs náð. Mörg undanfarin ár hefur hún tekið viðtöl fyrir tímaritið Heima er bezt. Örsögur hafa birst eftir hana í tímaritum og ljóð m.a. í TMM. Hún er óútgefið ungskáld í eldri kantinum og stundar MA nám í ritlist við HÍ.

Lestu þetta næst

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...

Hratt, hratt…hægt

Hratt, hratt…hægt

Mér er það afar minnisstætt þegar ég fletti fyrst í gegnum Reese's Book Club í leit minni að góðri...

Ég er ofurhetja

Ég er ofurhetja

Kapteinn Frábær í Tjarnarbíó. Kapteinn Frábær er engin venjuleg hetja. Eða er hann kannski allra...

Dásamlega upplífgandi

Dásamlega upplífgandi

Á dögunum var ég í leit að góðri ástarsögu, the Guardian var með fínustu samantekt þar sem...