Bækur! Bækur! Nýjar bækur!

Nóvember markar í huga margra upphaf jólabókaflóðsins, undanfarin árin hefur metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefið út nýja glæpasögu í byrjun nóvember og útgáfa vinsælustu bóka ársins fylgt í kjölfarið.
Í ár hafa sumir höfundar ákveðið að gefa út bækur á undan þessu flóði og höfum við greint frá útgáfu sumra þeirra fyrr í haust. En í tilefni af því að næstu tveir mánuðir eru einhverjir þeir annasömustu í íslenskri bókaútgáfu ætlum við í Lestrarklefanum að nýta þá til að varpa ljósi á nýjar bækur.
Á þessum fordæmalausu tímum þar sem hefðbundin útgáfuhóf, höfundakvöld og önnur kynningartækifæri fyrir nýja höfunda og bækur eru af skornum skammti viljum við leggja okkar lóð í vogaskálarnar með því að setja fókusinn á umfjallanir um ný verk á íslenskum bókamarkaði.
Fylgist með okkur, lesið með okkur og gefið endilega harða pakka á jólunum! Notið svo endilega myllumerkið #nýbók20 til að vekja athygli á bókunum sem þið kynnist.
#Nýbók20

Lestu þetta næst

Smáar sögur, stór orð

Smáar sögur, stór orð

Smásagan: skáldverk sem hægt er að lesa í einum rykk, við einn kaffibolla, í einni strætóferð, á...

Nútíma Agatha Christie

Nútíma Agatha Christie

Gestalistinn eftir breska spennusagnahöfundinn Lucy Foley kom út í íslenskri þýðingu í apríl 2022....