Nýtt ár – nýir höfundar!

12. janúar 2021

Vertu velkomið árið 2021, árið sem vonandi hefur í för með sér bjartari tíma eftir ansi langt og strembið ár! Eftir að hafa varpað ljósi á nýjar bækur í nóvember og desember höfum við ákveðið að beina kastljósinu að nýjum höfundum að þessu sinni. Í jólabókaflóðinu komu fram mörg frumverk, meðal annars smásagnasöfnin Þrír skilnaðir og jarðarför eftir Kristján Hrafn Guðmundsson og Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur, ljóðabækurnar Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur og Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Hetja eftir Björk Jakobsdóttur, svo eitthvað sé nefnt.

Við hlökkum til að fjalla um og kynna lesendur okkar fyrir nýjum skáldverkum eftir nýja höfunda í janúarmánuði. Fylgist með okkur, lesið með okkur og notið svo endilega myllumerkið #nýrhöfundur til að vekja athygli á bókunum og skáldunum sem þið kynnist.

 

 

Lestu þetta næst

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...

Í dótaheimi

Í dótaheimi

Fyrir mörgum árum síðan, í fyrndinni, las ég sjálf ljóð Þórarins Eldjárns. Þegar ég eignaðist mín...