Rithornið: Blindhæð

4. mars 2021

Blindhæð

Eftir Elísabetu Olku Guðmundsdóttur

Sálarsviði sækir á

Spegill sjáðu sjálfið takast á

Litlir steinar fastir í löngum háls

Á rennur innanfrá

Augað sekkur, sjáðu mig

Fegurðin aðskilur sig

Flóð streymir innanfrá, filter er settur á

Ég tek höfuðið upp úr vatni

Varirnar kyssa vanann

Sálarsvitinn er byrjaður að lykta

En augun blikka ekki

 

[hr gap=“30″]

 

Elísabet Olka Guðmundsdóttir er listakona sem býr og starfar í Danmörku við list og listkennslu. Stundum semur hún líka ljóð og örsögur.

Lestu þetta næst

Að þekkja tilfinningarnar

Að þekkja tilfinningarnar

Í fyrra kom út bókin Litaskrímslið hjá Drápu en hún er bráðskemmtileg bók um stúlku sem hjálpar...

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...