Það er rúmlega ár síðan COVID 19 faraldurinn skall á með fullum þunga hér á landi og líf okkar allra hefur tekið stakkaskiptum síðan þá. Líkt og í fyrra verða páskarnir í ár frábrugðnir fyrri árum. Það verður lítið um páskaboð, fáir munu leggja land undir fót og skíðaferðir innanlands verða ekki í boði. Páskakrimminn verður þó á sínum stað hjá Lestrarklefanum!

Líkt og við höfum áður rifjað upp eru krimmar fyrir Norðmönnum jafn ómissandi og súkkulaðiegg eru okkur Íslendingum yfir páskana. Norðmenn einfaldlega verða að fá sinn krimma, sína ráðgátu og jafnvel morð. Allir skulu glugga í glæpasögu og hafa það kósý um páskana. Þess vegna finnst okkur tilefni til að herma eftir frændum okkar, Norðmönnunum, þegar kemur að hefðinni í kringum páska.

Á vorin á Íslandi eru glæpasögur í miklum meirihluta þeirra bóka sem eru gefnar út og því tilvalið að næla sér í nýja glæpasögu, sér í lagi þar sem bókabúðir bjóða upp á netverslun í auknum mæli.

Hvar sem þið verðið um páskana hvetjum við ykkur til að krækja ykkur í krimma, hvort sem það er klassík eftir Agöthu Christie eða nýleg íslensk glæpasaga. Leysið ráðgátu á milli súkkulaðibita!

#Páskakrimminn #Glæpasögur

Lestu þetta næst

Ótrúlegt aðdráttarafl

Ótrúlegt aðdráttarafl

Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að enda daginn alltaf á að lesa. Kvöldlestur er hluti af...

Ameríka er líka blekking

Ameríka er líka blekking

Fólk var hneppt í þrældóm frá mismunandi svæðum í Afríku nýlendutímans. Það var flutt í gegnum...

Júlían er fullkominn

Júlían er fullkominn

Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til...

Gratíana fullorðnast

Gratíana fullorðnast

Benný Sif Ísleifsdóttir stimplaði sig rækilega inn á rithöfundasenuna á Íslandi við útgáfu fyrstu...

Héragerði yfir páskana

Héragerði yfir páskana

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er líklega best þekkt fyrir bráðfyndnar og beint-í-mark myndasögur. Til...