Hvað les fólk sem er handtekið á mótmælum í Rússlandi?

Hvað les fólkið sem er handtekið á mótmælum?

Listi yfir bækur, teknar saman af þeim sem sitja í varðhaldi núna

Þýðing Victoriu Bakshina úr rússnesku

Heimild: Meduza, sjálfstætt starfandi miðill

 

Frá upphafi stríðsins hafa mótmæli reglulega verið haldin Í Rússlandi. Tæplega 15 þúsund manns voru handtekin á mótmælum gegn stríði. Margir af þeim höfðu verið eða eru í varðhaldi í þorpinu Sakharovo (Nýju Moskvu). Meðal þeirra er stjórnmálamaðurinn, kennarinn og málvísindamaðurinn Yulia Galyamina. Hún situr í haldi í 30 daga fyrir að kalla til þáttöku í mótmælum gegn „sérstökum hernaðaraðgerðum“ í Úkraínu. Yulia sagði Meduzu hvað hún og vinkonur hennar lesa í fangelsi, en allar voru þær handteknar á mótmælum. Byggt á sögum hennar, hefur verið tekinn saman lítill leslisti.

Yulia, 49 ára, stjórnmálamaður

Мария Бурас. «Истина существует. Жизнь Андрея Зализняка в рассказах ее участников». М.: Individuum, 2019.
Sannleikurinn er til. Lífið hans Andreys Zaliznyak í sögum þátttakenda eftir María Búras (2019).

Vísindamaðurinn Andrey Zaliznyak var einn af vinsælustu fyrirlesurum í landsins og sannarlega mikill vísindamaður. Lokaræður hans af fornleifa-árshátíðinni í Novgorod hafa árlega safnað þúsundum áhugasamra hlustenda. Hann var sá sem náði að binda enda á deilurnar um áreiðanleika „Igorskviðu“. Hann var einnig maður með kosmískan sjarma, ástkær leiðbeinandi og vinur nokkurra kynslóða rússneskra málfræðinga. Það er þessi mannlega undirstaða hans sem er í brennidepli í bók málfræðingsins Maríu Búras, sem hefur safnað saman, sett upp í kerfi og flokkað sögur eftir Andrey Anatoliyevich um lífið sitt, sem og vitnisburði ættingja, samstarfsmanna og nemenda hans.

Эрл Стенли Гарднер. «Мейсон рискует». М.: АСТ, 2020. Перевод В. Вебера.
Mason is taking risks (sagnasafn) eftir Earl Stanley Gardner (2020).

Kannski frægasta og örugglega ein af ruglingslegustu skáldsögum klassíska bandaríska glæpasagnahöfundarins Earl Stanley Gardner byrjar svolítið í anda „The Hound of the Baskervilles“ eftir A. C.Doyle. Hún byrjar á fjárhundi sem geltir stjórnlaust í garð nágranna í margar nætur og leiðir milljónamæring til hugsana um yfirvofandi dauða. Erfðaskráin, sem hinn áhyggjufulli milljónamæringur skipar lögfræðingnum Perry Mason að semja, reynist hins vegar svo óvenjuleg að Mason neyðist til að átta sig á því hvað býr að baki. Glæpasögur um Perry Mason fara með lesandann til Ameríku á þriðja áratugnum – tímum lúxusbíla, dularfullra fegurðardísa og galdrakarla í tvíhnepptum jökkum. Mason tekur að sér rannsóknir með óbilandi stuðningi óttalauss ritara síns Dellu Street og tekst þeim ekki aðeins að koma fram fyrir hönd viðskiptavina fyrir dómstólum, heldur einnig að sanna sakleysi þeirra.

Ариадна Тыркова-Вильямс. «На путях к свободе». М.: Московская школа политических исследований, 2007.
Á leiðinni til frelsis eftir Ariadna Tyrkova-Williams (2007).

Í endurminningum sínum segir ein af fyrstu stjórnmálakonunum í Rússlandi, meðlimur K-D flokksins, frá hinni hörmulegu leið sem leiddi land okkar frá hinu óvirka og fornaldarlega einræðisvaldi, sem Tyrkova meðhöndlar með illa leyndri andstyggð, yfir í algjörlega ólýsanlegan hrylling – rauðu einræðisstjórnina. Hvernig stóð á því að frjálslynda flokknum, sem kjósendur veittu flest sæti á fyrsta rússneska þinginu, tókst ekki aðeins að bjarga landinu frá yfirvofandi hörmungum, heldur tók hann beinlínis ómeðvitað þátt í aðkomu hörmunganna.

Í bók sinni, bitri, vitri og manneskjulegri, brennir Tyrkova ekki hugsjónirnar sem hún dýrkaði í æsku, afsalar sér ekki félögum sínum, lætur ekki undan árangurslausri eftirsjá og iðrast ekki mistaka. Markmiðið er að skilja hvers vegna öll viðleitni heiðarlegs fórnfúss fólks, öll verkfærin sem valin voru af mikilli gáfu og skynsemi, allar tímabæru og að því er virðist réttu ákvarðanirnar gætu ekki leitt Rússland til þingræðis og lýðræðis. Það þarf varla að taka fram hversu sársaukafullar og málefnalegar þessar hugleiðingar hljóma í dag.

Alisa, 20 ára, læknanemi

 Терри Пратчетт. «Кот без прикрас». М.: Эксмо, 2017. Перевод Н. Аллуннан. 
The Unadulterated Cat eftir Terry Pratchett (2017).

Ein vingjarnlegasta og skemmtilegasta bók hins mikla enska Terry Pratchett er eitthvað eins og alfræðiorðabók um „ekta kattaskap“, eða ef til vill stefnuskrá fyrir „alvöru kattahreyfingu“. Raunverulegur köttur hefur heilagan rétt (og þar að auki heiðursskyldu) til að merkja blómapotta, rífa húsgögn, grenja á nóttunni, borða froska, mýs og saklausa fugla, fá sér blund hvar sem hann þarf og hoppa um íbúðina með hlátrasköllum hvenær sem er.

Þetta er trúarjátning hans, munur hans á hreinum, vel ættuðum köttum, sem afneituðu fornu eðli sínu og gleymdu rótum sínum. Fyndin, gegnsýrð af endalausri ást til katta er bók Pratchetts líka fallega myndskreytt svo það að skoða myndirnar í henni (aðeins pappírsbækur eru leyfðar í fangelsi) er sérstök ánægja.

Нил Шустерман. «Страна затерянных душ». М.: АСТ, 2011. Перевод Д. Александрова.
Everlost eftir Neal Shusterman (2011).

 

Hin fimmtán ára Neil og Ellie deyja í bílslysi ásamt foreldrum sínum en ólíkt eldri ættingjum þeirra lenda þau hvorki í helvíti né himnaríki, heldur á sérstökum millistað, Landi týndra sálna – eins konar Limbó ætlað látnum börnum sem hafa ekki enn haft tíma til að fremja nógu góð eða slæm verk. Hér stendur tíminn í stað, þeir sem hingað koma eldast aldrei og breytast ekki (t.d. Neil sem á dauðastund borðaði súkkulaðistykki er dæmdur til að ganga að eilífu með súkkulaðibletti á andlitinu), og líflausir hlutir geta komið til Lands týndra sálna, en bara ef eigendur þeirra lögðu alla sína ást í þá. Og auðvitað er í Landi týndra sálna hræðilegt skrímsli – sigurinn á því mun gefa hetjunum tækifæri til að komast út úr þessu drungalega landi. Neil Shusterman er mjög afkastamikill höfundur ungmennabóka en serían um Land týndra sálna (sem er líka með framhald) þykir hans besta og óvenjulegasta.

Alexandra, 19 ára, sjálfstætt starfandi

Уильям Мейкпис Теккерей. «Ярмарка тщеславия». СПб.: Азбука, Азбука-Классика, 2021. Перевод М. Дьяконова.
Vanity Fair: A Novel without a Hero eftir William Makepeace Thackeray (2021).

Hin mikla breska klassík, skáldsagan Vanity Fair eftir William Thackeray, er byggð á andstöðu við örlög tveggja ungra kvenna, tveggja vinkvenna úr heimavistarskólanum. Þær eru hin dyggðuga og auðuga Amelía Sedley annars vegar og sérvitringurinn Becky Sharp, dóttir allslauss listamanns, hins vegar. Fjölþætt samsetning skáldsögunnar mun kalla fram í minni lesandans nútímalega sögulega búningasjónvarpsþætti þar sem fjölmargir söguþræðir fléttast saman á flókinn hátt og mynda fulla og fyrirferðarmikla víðmynd af tímanum.

Napóleonsstyrjöldin (ungur eiginmaður einnar kvenhetjunnar deyr í orrustunni við Waterloo) þjónar sem stórkostlegur bakgrunnur fyrir mannlegt drama byggt á fíngerðum sálfræðilegum blæbrigðum. Frábær, umvefjandi lesning og kannski eitt besta form bókmenntadeyfingar sem völ er á þessa dagana.

Ksenia, 21 ára, nemandi

Юрий Лотман. «Семиотика кино и проблемы киноэстетики». Таллинн, Ээсти Раамат, 1973.
Kvikmyndatáknfræði og vandamál kvikmyndafagurfræðinnar eftir Júrí Lotman (1973).

Hið sígilda verk eftir Júrí Mikhailovich Lotman, sem hann gaf út árið 1973, spyr spurninga sem eiga enn við í dag: er hægt að læra hvernig á að horfa á kvikmynd og er nauðsynlegt að læra þetta þegar svo virðist sem „allt sé ljóst “? Þegar litið er á kvikmyndir sem flókið kerfi samtengdra tákna, bæði frumlegra og fenginna að láni frá öðrum listgreinum, sýnir Lotman hvaða möguleika aðferðin við táknfræðilega greiningu á kvikmyndatexta opnar til hugsandi áhorfanda.

Hins vegar kemur það á óvart að hugleiðingar Lotmans um samband kvikmyndamáls og hugtaka áreiðanleikans og sannleikans virðast sérstaklega viðeigandi í dag. Löngu fyrir núverandi blómaskeið áróðursins bendir vísindamaðurinn á hættuna sem felst í ímynduðum áreiðanleika hvers konar kvikmyndar, í hæfni hennar til að kalla fram skilyrðislaus viðbrögð og endurspegla tilfinningaleg viðbrögð. Hann útlistar einnig leiðir til að standast þessi öflugu áhrif.

Karina, 28 ára, nemandi

Салман Рушди. «Два года, восемь месяцев и двадцать восемь ночей». М.: CORPUS, 2017. Перевод Л. Сумм.
Two Years Eight Months and Twenty-Eight Nights eftir Salman Rushdie (2017).

Talan sem gefin er upp í titlinum er samtals 1001 – það eru einmitt á svo mörgum dögum og nóttum á jörðinni sem ýmis konar „fordæmalausir atburðir“ munu eiga sér stað sem marka heimsendi sem nálgast. En ljósu öflin sofa ekki: Fjölmargir afkomendur hins mikla húmanistaheimspekings ibn Rushds (Evrópubúar þekkja hann undir nafninu Averróes) og ástkæru jinn-prinsessunnar hans Dunya, dreifðir um allan heim, munu standa upp fyrir vernd mannkyns og hafna „myrkum anda“ undir forystu hins eilífa andstæðings ibn Rushds, persneska heimspekingsins Al-Ghazali.

Gamaldags og villandi léttvæg austurlensk saga með öllum sínum ómissandi eiginleikum þjónar sem skel fyrir Salman Rushdie, þar sem hann pakkar inn mjög nútímalegri og algjörlega vestrænni sögu um alþjóðleg átök góðs og ills og um þau furðulegu form sem hið illa getur stundum tekið.

Júlía, 26 ára, sálfræðingur og ráðgjafi

Джо Аберкромби. «Первый Закон. Книга II. Прежде чем их повесят». М.: Fanzon, 2021. Перевод В.Иванова.
The First Law. Before They Are Hanged eftir Joe Abercrombie (2021).

Stórfelldum fantasíuþríleik Englendingsins Joe Abercrombie (Before They Are Hanged er seinni hluti þess) er oft líkt við A Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin, og ekki að ástæðulausu. Þarna er sami flókni heimurinn, sama töfrategund, sömu stríðin, bandalögin, ráðabruggin og svikin. Margar hetjur frá ólíkum þjóðum, þjóðfélagshópum og menningarheimum ganga í gegnum ýmiss konar raunir og ævintýri, flokkaðar í kringum tvö þeirra helstu stríða sem sambandið háði – hjarta heimsins sem Abercrombie skapaði, sem líkist helst Evrópu á síðmiðöldum.

Arina, 18 ára, barnapía

Екатерина Шульман. «Практическая политология: Пособие по контакту с реальностью». М.: АСТ, 2018.
Hagnýt stjórnmálafræði: leiðarvísir um samband við raunveruleikann eftir Ekaterina Shulman (2018).

Umtalsverður hluti textanna í bókinni eftir stjórnmálafræðinginn Ekaterinu Shulman lítur auðvitað út í dag sem nostalgísk kveðja frá friðsömum tímum þegar rússneska stjórnin virtist blekkjandi tannlaus og grasbítandi og framtíð landsins var friðsæl, áreiðanleg og fyrirsjáanleg. Hins vegar, þversagnakennt, hafa margar greinar Shulmans ekki aðeins glatað mikilvægi sínu, heldur þvert á móti fyllst einhverri nýrri merkingu. Þannig lýsir ritgerðin um „Stríð á tímum síðlénsskipulagsins“ til dæmis núverandi ástandi löngu áður en það átti sér stað og með óþægilegri nákvæmni.

Og greinin „Hagnýt Nostradamus – 12 venjur sem koma í veg fyrir að við sjáum fyrir framtíðina „og lítur út eins og hinn fullkomni gátlisti úr seríunni „prentaðu, hengdu á ísskápinn, endurtaktu á hverjum degi“.

 

Lestu þetta næst

Út í geim

Út í geim

Ég er stjörnufræðinörd og hef horft á fleiri heimildarmyndir um fjarlægar plánetur á...

Sumarleg og fjörug sandkaka

Sumarleg og fjörug sandkaka

Nýlega kom út Mamma Sandkaka, lífleg og fallega myndlýst barnabók eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur....

Flugur á sad beige vegg

Flugur á sad beige vegg

Við erum stödd á fyrstu frumsýningunni á stóra sviðinu á leikárinu. Það er verið að fara sýna...