Blikur á lofti eftir norska höfundinn Arne Svingen var tilnefnd til Brageprisen og ARKs barnabókaverðlaunanna í Noregi 2018. Ég hef alltaf haft ákveðinn áhuga á barnabókum sem hljóta tilnefningar til verðlauna, sér í lagi þar sem enginn börn sitja í flestum þessara dómnefnda, allavega ekki svo ég viti til.  Sem skólabókavörður er það því regla að setjast niður með börnum, fá þau til að lesa  tilnefndar bækur, fá þeirra sýn á bækur sem við fullorðna fólkið teljum bera af.

Blikur á lofti kom út á vegum Bókabeitunnar á síðast liðnu ári og það er Kristján Jónsson sem þýddi. Bókin fjallar um Henrik sem er  með ólæknandi krabbamein og í byrjun bókarinnar fær  hann þær fréttir að meðferð hafi ekki skilað árangri og hann eigi stutt eftir ólifað.  Hvað gerir ellefu ára drengur þá? Jú, hann ákveður að bjarga heiminum frá umhverfissóðum. Enda jörðin með sama líftíma og honum er gefinn, hún á stutt eftir ólifað miðað við allt sem á hana er lagt.  Henrik fer því af stað, býr til áæltanir til að bjarga heiminum frá tortímingu. Inn í hans plön fléttast forsætisráðherra Noregs og fjölskylda hennar.

Næsta kynslóð sýpur seiðið

Bókin er ágæt að mörgu leyti, atburðarásin er hröð en á hinn bóginn frekar fyrirsjáanleg. Loftslagsvandinn er þemað og hvernig við höfum farið illa að ráði okkar þegar snýr að jörðinni og umhverfinu. Og hvernig við höfum lagt gríðarlega stórt vandamál á herðarnar á komandi kynslóðum. En áróðurinn er ansi mikill, heilu kaflarnir fara í umræður um plastpokanotkun og mengandi bensínbíla. Eftir umræður í leshóp barnanna sem tóku að sér að lesa þessa bók var niðurstaðan sú að bókin væri ágæt en of mikill áróður skemmdi skemmtanagildið. Eins væri málfar stundum furðulegt, enginn ellefu strákur myndi t.d. tala um að að „sálast“ í þeirri merkingu að láta lífið.

En það er margt gott í bókinni.l Til dæmis eru persónur eru áhugaverðar, – bróðir Henriks er tveimur árum eldri og samband hans við deyjandi litla bróður er skondið. Mamman og hennar tilfinningalíf í kringum veikan soninn er sannfærandi og það er áhugavert hvernig Henrik bregst við þeirri tilhugsun að foreldrarnir, sem eru skilin, ætli sér jafnvel að taka saman aftur. Svo er það heimur stjórnmálanna, forsætisráðherrann er skemmtileg persóna, misskilin eins og flestir stjórnmálamenn vilja meina að þeir séu. Samband forsætisráðherrans (sem er kona) við dótturina sem Henrik kemst í kynni við gera stjórnmálamanninn mannlegan og grátbroslegan oft á tíðum.

Að því sögðu, Blikur á lofti er áróðursbók með góðan boðskap en svona í meðallagi skemmtileg aflestrar.

Lestu þetta næst

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...