Jólabókaflóðið í ár var eitt það stærsta nokkru sinni og metin féllu í hrönnum. Útgefnar...
Katrín Lilja
Katrín er sagnfræðingur og blaðakona sem hefur frá unga aldri setið með nefið ofan í bók. Það var henni eðlislægt. Hún trúði því að jafnaldrar hennar hefðu sömu hneigingu til bóka og það var ekki fyrr en á sextánda aldursári sem hún gerði sér grein fyrir að ef til vill var lesturinn ekki eins eðlislægur öðrum í kringum hana.
Þá vöknuðu spurningar um það hvort það þætti eðlilegt að ganga með bækur á sér hvert sem var farið. Hvort það væri eðlilegt að vera með bók innanklæða eða í veskinu öllum stundum? Þegar þessar vangaveltur spruttu upp gekk hún með Góða dátann Svejk innanklæða á skólasetningarathöfn Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Góði dátinn var innbundin bók og fremur óhentug innanklæða.
Yndislestri hrakaði ört næstu árin, samfara meiri lestri á skólabókum. En nú er skólagöngu loksins lokið og yndislesturinn óðum að hefjast aftur eftir langan dvala. Katrín les mikið af barna- og ungmennabókum enda er lesið fyrir börnin á hverju kvöldi. Einnig slæðist ein og ein skáldsaga inn á milli.
Katrín er búsett á Akranesi ásamt þremur sonum, tveimur köttum og einum eiginmanni. Hún vinnur sem lausablaðamaður og sinnir eigin verkefnum í frítíma sínum ásamt því að lesa og skrifa um bækur.
Fleiri færslur: Katrín Lilja
Þær sem ekki vildu giftast en urðu þó ástfangnar
Blær Guðmundsdóttir sendi frá sér söguna um Sipp og systur hennar, Sipp, Sippsippanipp og...
Bækur um loftslagið
Heimurinn stendur á tímamótum og árið 2020 byrjar með hvelli (eins og reyndar flest ár á Íslandi)....
Áramótakveðja frá Lestrarklefanum
Nú eru ekki eftir nema örfáar stundir af árinu 2019. Þetta hefur verið gjöfult ár fyrir...
Þrjátíu nýjar ljóðrýnir í nýjasta hefti Són
Í nýjasta hefi Són - Tímarit um óðfræði er að finna dóma um þrjátíu ljóðabækur sem komu út á...
Nýtt ævintýri frá Tulipop
Íslenska vörumerkið Tulipop hefur komið víða við síðan það var stofnað árið 2010. Vörulína þeirra...





