Þrjátíu nýjar ljóðrýnir í nýjasta hefti Són

Í nýjasta hefi Són – Tímarit um óðfræði er að finna dóma um þrjátíu ljóðabækur sem komu út á árinu. Það er alltaf þörf á ljóðabókagagnrýni og því bendir Lestrarklefinn lesendum sínum á þessa nýjung sem ritstjórar Són reyna nú í annað sinn.

Annað efni tímaritsins er meðal annars áhugaverð grein um fyrsta prósann, ortan af bónda um miðja nítjándu öld. Sónarskáldið að þessu sinni er Eiríkur Örn Norðdahl sem semur sónarljóðið “Síreglulegri ringulreið”.

Tímaritið Són hefur komið út árlega frá árinu 2003. Þar eru birtar ritrýndar rannsóknargreinar og yfirlitsgreinar á sviði ljóðlistar, skáldskaparmála og bragfræði. Auk þess birtir tímaritið ritstýrðar umræðugreinar og smágreinar á sama sviði, umfjöllun og ritdóma um ljóðabækur og fræðirit. Són er gefið út af Óðfræðifélaginu  Boðn.

Lestu þetta næst

Geturðu elskað mig núna?

Geturðu elskað mig núna?

Þegar Hvítfeld, fyrsta skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, var sett fyrir í bókmenntafræðiáfanga sem...

Ögrandi smásagnasafn

Ögrandi smásagnasafn

Bókmenntir Suður-Ameríku hafa alltaf heillað mig. Smásögur eru töluvert virðingaverðara...