Þrjátíu nýjar ljóðrýnir í nýjasta hefti Són

Í nýjasta hefi Són – Tímarit um óðfræði er að finna dóma um þrjátíu ljóðabækur sem komu út á árinu. Það er alltaf þörf á ljóðabókagagnrýni og því bendir Lestrarklefinn lesendum sínum á þessa nýjung sem ritstjórar Són reyna nú í annað sinn.

Annað efni tímaritsins er meðal annars áhugaverð grein um fyrsta prósann, ortan af bónda um miðja nítjándu öld. Sónarskáldið að þessu sinni er Eiríkur Örn Norðdahl sem semur sónarljóðið “Síreglulegri ringulreið”.

Tímaritið Són hefur komið út árlega frá árinu 2003. Þar eru birtar ritrýndar rannsóknargreinar og yfirlitsgreinar á sviði ljóðlistar, skáldskaparmála og bragfræði. Auk þess birtir tímaritið ritstýrðar umræðugreinar og smágreinar á sama sviði, umfjöllun og ritdóma um ljóðabækur og fræðirit. Són er gefið út af Óðfræðifélaginu  Boðn.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.