Bækur um loftslagið

4. janúar 2020

Heimurinn stendur á tímamótum og árið 2020 byrjar með hvelli (eins og reyndar flest ár á Íslandi). Hér liggur þó ekki bara Ísland undir. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og jarðarbúar hafa fyrir löngu tæmt allann umhverfisreikninginn og eru komnir í stóra skuld.

Það er hlutverk listamanna og rithöfunda að túlka heiminn í kringum sig. Reyna að setja hann í skiljanlegar stærðir. Rithöfundar um allan heim hafa sent frá sér fjölda bóka sem fjalla um loftslagsbreytingar á einn eða annan hátt. Bækurnar eru reyndar orðnar svo margar að þær hafa skapað sér sinn eigin sess í bókmenntaheiminum, loftslagsbókmenntir. Fjölmargar bækur sem voru gefnar út á síðasta ári á Íslandi  fjölluðu á beinan eða óbeinan hátt um loftslagsmál. Lesendur frá 0-99 geta kynnt sér loftslagsmál í einhverju formi í gegnum bókmenntirnar.

Í janúar tileinkum við loftslagsbókmenntum hug okkar og hjarta. Það er ekkert verðugara efni til að lesa um í byrjun janúar, í skugga skógarelda í Ástralíu og annarra váfregna úr heiminum. Það þarf að leiða hugann að umhverfi og loftslagi. Bækur eru sennilega ekki lausnin við loftslagvánni, en þær geta hjálpað okkur að skilja.

#loftslagbókmenntir #loftslagið

Lestu þetta næst

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...

Hratt, hratt…hægt

Hratt, hratt…hægt

Mér er það afar minnisstætt þegar ég fletti fyrst í gegnum Reese's Book Club í leit minni að góðri...

Ég er ofurhetja

Ég er ofurhetja

Kapteinn Frábær í Tjarnarbíó. Kapteinn Frábær er engin venjuleg hetja. Eða er hann kannski allra...

Dásamlega upplífgandi

Dásamlega upplífgandi

Á dögunum var ég í leit að góðri ástarsögu, the Guardian var með fínustu samantekt þar sem...