Bækur um loftslagið

Penni: Katrín Lilja

Heimurinn stendur á tímamótum og árið 2020 byrjar með hvelli (eins og reyndar flest ár á Íslandi). Hér liggur þó ekki bara Ísland undir. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og jarðarbúar hafa fyrir löngu tæmt allann umhverfisreikninginn og eru komnir í stóra skuld.

Það er hlutverk listamanna og rithöfunda að túlka heiminn í kringum sig. Reyna að setja hann í skiljanlegar stærðir. Rithöfundar um allan heim hafa sent frá sér fjölda bóka sem fjalla um loftslagsbreytingar á einn eða annan hátt. Bækurnar eru reyndar orðnar svo margar að þær hafa skapað sér sinn eigin sess í bókmenntaheiminum, loftslagsbókmenntir. Fjölmargar bækur sem voru gefnar út á síðasta ári á Íslandi  fjölluðu á beinan eða óbeinan hátt um loftslagsmál. Lesendur frá 0-99 geta kynnt sér loftslagsmál í einhverju formi í gegnum bókmenntirnar.

Í janúar tileinkum við loftslagsbókmenntum hug okkar og hjarta. Það er ekkert verðugara efni til að lesa um í byrjun janúar, í skugga skógarelda í Ástralíu og annarra váfregna úr heiminum. Það þarf að leiða hugann að umhverfi og loftslagi. Bækur eru sennilega ekki lausnin við loftslagvánni, en þær geta hjálpað okkur að skilja.

#loftslagbókmenntir #loftslagið

Lestu meira

Í ástarsorg í Víetnam

Í ástarsorg í Víetnam

Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað töluvert í pestarástandinu sem ríkir í heiminum. Ferðalög á milli landa liggja niðri að mestu og sjálf hef ég ekki ferðast út fyrir Íslandsstrendur síðan 2019, eins og eflaust flestir landsmenn. Það því dýrmætt að geta...