Bækur um loftslagið

4. janúar 2020

Heimurinn stendur á tímamótum og árið 2020 byrjar með hvelli (eins og reyndar flest ár á Íslandi). Hér liggur þó ekki bara Ísland undir. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og jarðarbúar hafa fyrir löngu tæmt allann umhverfisreikninginn og eru komnir í stóra skuld.

Það er hlutverk listamanna og rithöfunda að túlka heiminn í kringum sig. Reyna að setja hann í skiljanlegar stærðir. Rithöfundar um allan heim hafa sent frá sér fjölda bóka sem fjalla um loftslagsbreytingar á einn eða annan hátt. Bækurnar eru reyndar orðnar svo margar að þær hafa skapað sér sinn eigin sess í bókmenntaheiminum, loftslagsbókmenntir. Fjölmargar bækur sem voru gefnar út á síðasta ári á Íslandi  fjölluðu á beinan eða óbeinan hátt um loftslagsmál. Lesendur frá 0-99 geta kynnt sér loftslagsmál í einhverju formi í gegnum bókmenntirnar.

Í janúar tileinkum við loftslagsbókmenntum hug okkar og hjarta. Það er ekkert verðugara efni til að lesa um í byrjun janúar, í skugga skógarelda í Ástralíu og annarra váfregna úr heiminum. Það þarf að leiða hugann að umhverfi og loftslagi. Bækur eru sennilega ekki lausnin við loftslagvánni, en þær geta hjálpað okkur að skilja.

#loftslagbókmenntir #loftslagið

Lestu þetta næst

Hamingjusöm sögulok?

Hamingjusöm sögulok?

Þessi umfjöllun inniheldur spilla.  Ég er nýflutt í íbúð með góðar svalir sem baðaðar eru...

Hinsegin hugarheimur

Hinsegin hugarheimur

Sjálfsævisögulegi söngleikurinn Góðan daginn faggi kom fyrst á svið árið 2021 og hlaut mikið og...

Að sleppa tökunum

Að sleppa tökunum

Spennusagan Bylur er önnur bók höfundarins Írisar Aspar Ingjaldsdóttur sem hefur áður gefið út...

Mega þorskar segja frá?

Mega þorskar segja frá?

Þorskasaga  eftir HAFstein Níelsson og Ólíver Þors(k)teinsson    Nú er loksins komið að því! Ég...

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muni

Ég vil bara að einhver muniGunnella eftir Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur hjá Afturámóti Á sviðinu er...

Rústaðu mér

Rústaðu mér

Vinkona mín gerði mér á dögunum tilboð sem ég gat ekki hafnað. Hún var með tæplega 800 blaðsíðna...