Heimurinn stendur á tímamótum og árið 2020 byrjar með hvelli (eins og reyndar flest ár á Íslandi). Hér liggur þó ekki bara Ísland undir. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og jarðarbúar hafa fyrir löngu tæmt allann umhverfisreikninginn og eru komnir í stóra skuld.

Það er hlutverk listamanna og rithöfunda að túlka heiminn í kringum sig. Reyna að setja hann í skiljanlegar stærðir. Rithöfundar um allan heim hafa sent frá sér fjölda bóka sem fjalla um loftslagsbreytingar á einn eða annan hátt. Bækurnar eru reyndar orðnar svo margar að þær hafa skapað sér sinn eigin sess í bókmenntaheiminum, loftslagsbókmenntir. Fjölmargar bækur sem voru gefnar út á síðasta ári á Íslandi  fjölluðu á beinan eða óbeinan hátt um loftslagsmál. Lesendur frá 0-99 geta kynnt sér loftslagsmál í einhverju formi í gegnum bókmenntirnar.

Í janúar tileinkum við loftslagsbókmenntum hug okkar og hjarta. Það er ekkert verðugara efni til að lesa um í byrjun janúar, í skugga skógarelda í Ástralíu og annarra váfregna úr heiminum. Það þarf að leiða hugann að umhverfi og loftslagi. Bækur eru sennilega ekki lausnin við loftslagvánni, en þær geta hjálpað okkur að skilja.

#loftslagbókmenntir #loftslagið

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.