Flugan sem stöðvaði stríðið

3 stjörnur s

flugan sem stöðvaði stríðiðBókasöfn eru dásamlegur staður. Þau eru uppfull af alls kyns verðmætum, huldum heimum og ævintýrum sem leynast í ólesnum bókum. Eða ólesnum af okkur það er að segja. Í síðustu ferð á bókasafnið, þar sem ungir menn voru hvattir til að velja sér bók til að lesa, lenti Flugan sem stöðvaði stríðið í bókasafnspokanum okkar.

Titill bókarinnar vekur strax áhuga og spurningar. Bókin er skrifuð af Bryndísi Björgvinsdóttur og myndskreytt af Þórarni Má Baldurssyni. Flugan sem stöðvaði stríðið hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2011. En verðlaunin voru ekki ástæðan fyrir því að við tókum bókina með okkur heim. Okkur fannst titillinn einfaldlega spennandi og áhugaverður. Við vildum vita hvernig fluga fór að því að stöðva stríð.

 

Venjulegar húsflugur verða hetjur

fluga

Sagan segir af húsflugunum Kolkexi, Hermanni Súkker og Flugunni sem flýja heimili sitt á Íslandi og stefna til friðsælla munka í Nepal sem aldrei gera flugu mein. Á leiðinni til Nepal kynnast þær Fító og Rel, flugum í hinni stríðshrjáðu borg Assambad þar sem grillsósurnar smakkast eins og himnaríki. Munkaklaustur í Nepal eru uppfull af bragðdaufu fjölkornabrauði og því velja flugurnar þrjár að snúa aftur til Assambad og freista þess að stöðva stríðið þar svo það verði lífvænlegt fyrir húsflugur.

Frískandi aðalpersónur

Sagan er lipurlega skrifuð. Hún var skemmtileg aflestrar, þótt að á tímabili höfum við mæðgin misst þráðinn og lesið eitthvað annað í nokkra daga. Við kláruðum að lokum bókina og vorum sammála um að það væri gaman að lesa um eitthvað annað en manneskjur. Flugurnar eru áhugaverðar og skemmtilegar aðalpersónur. Við kynntumst lífi lífvera sem maður veltir lítið fyrir sér annars. Við settum samt spurningamerki við það að flugur lifi í raun svona innihaldsríku lífi í raunveruleikanum.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.