Múmíuráðgátan er fimmta bókin í glæpasöguseríu sem nefnd er Spæjarastofa Lalla og Maju....
Lilja Magnúsdóttir
Lilja er Selfyssingur, fjögurra barna móðir og skólavörður skólabókasafnsins í Grundarfirði. Hún hefur alltaf haft þráhyggju fyrir bókum, á erfitt með að leggja bók frá sér sem hún byrjar að lesa og þegar hún var krakki var henni skammtaður tími til lestrar. Hún var 11 ára þegar hún fékk fyrstu ástarsöguna í jólagjöf en það var bókin Systurnar eftir Danielle Steel. Móðir hennar tók bókina og faldi, þar sem henni fannst barnið of ungt til að sökkva sér niður í ástarsögur. Það sem móðir hennar hinsvegar vissi ekki var að Lilja hafði þá þegar laumast til að lesa allar ástarsögur Ingibjargar Sigurðardóttur sem og Dalalíf Guðrúnar frá Lundi sem prýddu bókahillur heimilisins.
Lilja er alæta á bækur, þó ævisögur og spennusögur séu kannski síst í uppáhaldi. Fyrir nokkrum árum vann hún í Bókakaffinu á Selfossi en fékk lítið útborgað um hver mánaðarmót sökum hárra úttekta í fornbókadeild verslunarinnar. Bókahillur heimilisins eru því löngu sprungnar og bókakassarnir í bílskúrnum farnir að breiða úr sér.
Fyrir þremur árum stofnaði Lilja leshóp í Grundarfirði sem nú telur um fimmtán konur og hittast þær mánaðarlega allt árið um kring. Þeirra markmið er ekki aðeins lestur alls kyns bóka heldur hafa þær lagt sitt að mörkum til að efla yndislestur barnanna í samfélaginu í Grundarfirði og gáfu þær grunnskólanum farandbikar sem er afhentur ár hvert þeim bekk sem hefur staðið sig best í lestri undanfarinn vetur.
Halldór Laxness er í sérlegu uppáhaldi hjá Lilju, hún er yfirleitt með bók eftir hann á náttborðinu til að grípa og Íslandsklukkan er sú bók sem hún hefur oftast lesið enn sem komið er.
Fleiri færslur: Lilja Magnúsdóttir
Eddi Glæsibrók og illi keisarinn
Við sem lesum mikið, við erum yfirleitt dugleg að koma á framfæri því sem við lesum, sumar bækur...
„Æ æ! Afsakaðu! Ég skal þá trúa á fljúgandi diska og svífandi hnífapör!“
Glæpasögur eru vinsælar með eindæmum. Það er hægt að finna glæpasögur í hverjum einasta bókaflokki...
„Bara nokkur gól og manni líður strax betur“
Ég hef áður minnst á það hversu frábært það er að vera í leshóp. Við erum fimmtán konur í mínu...
„Hvað ef við gætum bara klippt það vonda út og haldið hinu góða?“
Ætli það sé til fullkominn dagur? Dagur þar sem akkúrat ekkert slæmt gerist? Hvergi? Þetta er því...
„Afi segir að lífið sé eins og skonsa“
Einu sinni áttu þau allt, hús, pottaplöntur, garð og eldgömul viðargólf sem söfnuðu rusli, ryki og...