Eyja Eftir Jennýju Kolsöe Hún hét Eyja, konan sem fikraði sig eftir illa lýstri götunni í...
Rebekka Sif
Rebekka Sif er söngkona, rithöfundur, mamma og bókaormur með meiru. Hún hefur lokið B.A. prófi í almennri bókmenntafræði og meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands. Tónlistin og ritstöfin hafa heillað hana frá því í barnæsku og ákvað hún fimm ára gömul að hún myndi verða söngkona og rithöfundur. Það má segja að hennar fyrsta ljóðabók hafi komið út í tónlistarformi þegar hún gaf út plötuna sína „Wondering“ haustið 2017. En sú raunverulega kom út haustið 2020 og ber heitið Jarðvegur. Fyrsta skáldsaga Rebekku, Flot, kom út vorið 2022 en það var ekki langt í næstu þar sem Trúnaður kom út sem hljóð- og rafbók hjá Storytel í júlí sama ár. Barnabókin Gling Gló kom einnig út haustið 2022 en það hefur alltaf verið draumur hennar að skrifa fyrir börn. Hefðbundinn dagur í lífi Rebekku snýst í kringum ung börn hennar, verkefnastjórn, að skjótast um bæinn til að kenna ungum sem öldnum söng og ritlist ásamt því að koma fram sjálf af og til. Á kvöldin les hún og skrifar (þegar frestunaráráttan heltekur hana ekki) og svo horfir hún á Netflix þegar syfjan tekur yfir. Goodreads er hennar uppáhalds samfélagsmiðill en þar er best að setja sér lestarmarkmið fyrir árið og forvitnast um lestur annarra. Rebekka hefur yfirumsjón með Rithorni Lestrarklefans. rebekkasif [hjá] lestrarklefinn.is
Fleiri færslur: Rebekka Sif
Núvitund í morgunsárið
AM forlag gaf út tvær fallegar barnabækur fyrir yngstu kynslóðina á dögunum. Önnur þeirra er Í...
Rithornið: Unglingaherbergið
unglingaherbergið manstu þegar ég sagði þér að ég...
„Í leit að orðum“
Jón Kalman Stefánsson er vel kunnur lesendum sem skáldsagnahöfundur en ekki margir vita að hann...
Rithornið: Vetrarkvöld í Reykjavík
Vetrarkvöld í Reykjavík Eftir Einar Leif Nielsen Skólavörðustígur var tómur. Þar var ekki að sjá...
Bráðsnjöll og vel skrifuð
Grikkur er önnur bókin sem Benedikt bókaútgáfa gefur út eftir Domenico Starnone, einn fremsta...