Barnabókmenntir í aðalhlutverki í Tímariti Máls og menningar

Elín Elísabet Einarsdóttir teiknaði myndina sem prýðir kápu tímaritsins.

Í síðustu viku kom út annað hefti Tímarit Máls og menningar ársins 2020. Þema tímaritsins að þessu sinni er barnabókmenntir og því hvetur Lestrarklefinn lesendur sína til að næla sér í eintak af tímaritinu.

Barnabókmenntirnar eru skoðaðar úr ýmsum áttum í fimm greinum auk þess sem Þórarinn Eldjárn opnar heftið með þremur nýjum barnaljóðum og öll bókmenntagagnrýnin fjallar um barnabækur, þar á meðal er ítarleg gagnrýni um Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Margrét Tryggvadóttir fer yfir feril Sigrúnar Eldjárn, sem á fjörutíu ára höfundarafmæli í ár.

Í kynningu á efni tímaritsins segir enn fremur: „Utan þemans er efnið fjölbreytt og spennandi, lesendur fá að kynnast Renée Vivien í fyrstu grein Önnu Gyðu Sigurgísladóttur um gleymdar skáldkonur fyrri tíma, Selma Guðmundsdóttir rifjar upp sögulega uppsetningu á styttum Niflungahring eftir Wagner og Þorvaldur Gylfason dregur saman verkefnin sem Ísland á enn ólokið nú, tólf árum eftir hrun. Skáldskapurinn er að venju fjölbreyttur; saga Steinunnar G. Helgadóttur fangar andann í samfélaginu með nafninu einu: „Sóttkví“ (það skyldi þó aldrei verða orð ársins!) og Ari Jóhannesson rifjar upp veturinn þegar síðasta farsótt geisaði á Íslandi í nístandi fallegu ljóði. Þá bregður Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir ljósi á líf kommakrakka og verðlaunasaga Örvars Smárasonar „Sprettur“ lýsir óvenjulegri sundferð. Loks má finna kærkomna huggun í bráðskemmtilegri hugvekju Sverris Norland um dagbókarskrif þar sem fullyrt er að öllum sé „nauðsynlegt að fá öðru hverju hvíld frá stríðinu og kliðnum: taka sér tíma í að híma.““

 

Lestu þetta næst

Mjóifjörður kallar

Mjóifjörður kallar

„Ég get nú ekki sagt að ég hafi kunnað vel við mig á frumkvöðlanámskeiðinu en mér þótti gaman að...

Heillandi jóladraumar

Heillandi jóladraumar

Íslenski dansflokkurinn býður upp á Jóladrauma þessa aðventu. Um er að ræða danssýningu fyrir börn...

Næturbrölt

Næturbrölt

Í fyrra lásum ég og drengurinn minn bókina Tannburstunardagurinn mikli og vorum hæstánægð. Næsta...

Að ánetjast eldri konum

Að ánetjast eldri konum

Ég hef verið áðdáandi Evu Rúnar núna í þónokkur ár. Ljóðabækurnar hennar og örsagnasöfn hafa verið...