Vinna síðustu vikna skilar sér loksins núna. Í dag höfum við opnar nýja síðu Lestrarklefans. Ætlunin er að viðmótið sé örlítið einfaldara fyrir lesendur okkar. Við höfum bætt við leslistum í haus síðunnar, þar sem auðvelt er að nálgast leslista með barnabókum. Aðrir leslistar eru einnig aðgengilegir þar. Allar okkar umfjallanir eru einnig áfram aðgengilegar og auðvelt ætti að vera að slá bókinni sem þú ert að velta fyrir þér upp í leitinni. Eða skrolla í gegnum fjölda flokka sem við höfum sett upp.

Við vonum að lesendur okkar nýti sér nýja síðu og njóti vel. Lestrarklefinn er rekinn í sjálfboðastarfi, en öllum er velkomið að styrkja starfið. Einnig seljum við bókapoka með lógói okkar á fyrir 2.000 kr.

Ef þú hefur áhuga á að styrkja Lestrarklefann eða kaupa bókapoka af okkur, hafðu samband við okkur í gegnum netfangið lestrarklefinn (hjá) lestrarklefinn.is.

 

Lestu þetta næst

Stormasamt hjónabandslíf

Stormasamt hjónabandslíf

Gift eftir Tove Ditlevsen er minningarbók sem segir frá hjónabandslífi danska rithöfundarins sem...

Ótrúlegt aðdráttarafl

Ótrúlegt aðdráttarafl

Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að enda daginn alltaf á að lesa. Kvöldlestur er hluti af...

Ameríka er líka blekking

Ameríka er líka blekking

Fólk var hneppt í þrældóm frá mismunandi svæðum í Afríku nýlendutímans. Það var flutt í gegnum...