Monthly Archives: október 2018

Listamannalaun, minningaskáldsaga um partí

Það verður að segjast að ég hafði þónokkra fordóma gagnvart bókinni Listamannalaun áður en ég byrjaði að lesa hana. Í fyrsta lagi er hún titluð „minningaskáldsaga“, en það er vaxandi ósiður að fólk þurfi sérstaklega að afsaka endurminningar sínar með þessum hætti. Eins og það sé ekki bara sjálfsagt að allar minningar séu að einhverju…

Þarftu að taka til?

Þrúður er átta ára stelpa sem Guðni Líndal Benediktsson hefur skrifað um í tveimur barnabókum: Stelpan sem ákvað að flytja húsið sitt upp á fjall (og þurfti að berjast við vélkjúklinga og sjóræningjaeðlur) og Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu (og komst í kynni við bollamörgæsir og leðjubirni). Það verður að segja eins og er að…

Æ-var ofurhetja

Það er alltaf spennandi að sjá hvað nýtt kemur úr hugarheimi Ævars Þórs Benediktssonar. Þegar ég held að hann hljóti að hafa klárað allar hugmyndirnar sínar, þá kemur út enn ein frábær barnabók eftir hann. Ég held nefnilega stundum að allar hugmyndir hljóti að klárast á endanum, svona eins og þegar maður hellir úr könnu…

Nærbuxur!

Barnabækur! Þær eru skrýtnar, skemmtilegar, ómögulegar, fyndnar, sorglegar og allt þar á milli. Þær eru ómissandi. Þess vegna hef ég svo gaman að því að lesa þær, hvort sem ég les þær fyrir sjálfa mig eða börnin mín. Hvaða annað bókaform býður upp á að skrifa heila skáldsögu sem heitir Nærbuxnaverksmiðjan? Arndís Þórarinsdóttir sendi frá sér…

Heiður á Norður-Írlandi

Vitneskju minni um þjóðernisátökin, sem áttu sér stað um árabil á Norður-Írlandi, mætti koma fyrir í fingurbjörg. Ég man eftir að hafa heyrt eitthvað um IRA og sprengingar í morgunfréttum í útvarpinu í skólarútunni forðum daga. Ég man líka eftir öllu Kosovo stríðinu úr morgunfréttum í skólarútunni. Ég varð svolítið spennt þegar bókin Heiður rataði í…

Lesefni fyrir unglinga í 8.-10. bekk – Listi

Eins og með fyrri lista Lestrarklefans þá er þessi listi alls ekki byggður á vísindalegum athugunum. Hins vegar var skólabókasafnsfræðingur fenginn sem álitsgjafi og kunnum við viðkomandi miklar þakkir fyrir. Flóra bóka fyrir þennan aldur er ótrúlega ríkuleg, bæði af íslenskum bókum og bókum á öðrum tungumálum. Sjálf las ég mest á ensku á þessum…

Ofurstelpan Matthildur

Á fyrsta ári skólagöngu minnar sat ég í nestistíma og hlustaði á umsjónarkennarann lesa upp úr bókinni Matthildur eftir Roald Dahl fyrir mig og samnemendur mína. Ég man hve rosalega skemmtileg mér þótti bókin og sagan af Matthildi hefur alltaf fylgt mér eftir þennan fyrsta lestur. Matthildur kom fyrst út árið 1986 í Englandi og sló strax í…

Barnabókmenntahátíðin Mýrin

Eins undarlegt og það kann að virðast þá hef ég aldrei farið á bókmenntahátíð. Ég hef hingað til sætt mig við að lesa bækurnar, en ekki tekiið þátt í samfélaginu sem umlykur þær. Á því varð breyting um helgina, þótt ég hafi aðeins getað kíkt á Barnabókahátíðina Mýrina einn eftirmiðdag. Ég hefði gjarnan viljað kíkja…

Ljóðpundari – barnaljóðabók

Þórarinn Eldjárn sendi frá sér nýja barnaljóðabók í vikunni, Ljóðpundari. Bókin svíkur engan, ekki frekar en hinar barnaljóðabækurnar hans. Ljóðpundari er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn, systur hans líkt og aðrar ljóðabækur eftir Þórarinn. Þórarinn hefur einstakt lag á að setja saman skemmtileg kvæði sem fá meira að segja óáhugasöm börn til að pæla í ljóðum og orðum,…

Silfurlykill í strigaskóm

Sigrún Eldjárn gaf út nýja bók í vikunni, Silfurlykillinn. Það eru svo sem engin nýmæli að Sigrún gefi út bók, því eftir hana liggja óteljandi bækur, stuttar, langar, feitar og mjóar. Silfurlykillinn er, ef ég ætti að lýsa henni, lítil og hnellinn bók og svolítið feit. Hún er að sjálfsögðu ríkulega myndskreytt af Sigrúnu sjálfri eins og…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is