Jólabækurnar 2018

29. desember 2018

Við byrjum á að beina kastljósi Lestrarklefans að jólabókunum 2018. Fjölmargar bækur komu út fyrir jólin og við gerum ráð fyrir að lesendur okkar hafi fengið fjölda jólabóka í pakka undir trénu og nýti tímann milli jóla og nýárs, og jafnvel eitthvað inn í janúar, til að lesa allar jólabækurnar. Ótrúlega margar gersemar leyndust í flóðinu í ár og nú þegar hefur verið fjallað um einhverjar þeirra bóka sem komu út hér á Lestrarklefanum.

Það vakti athygli okkar að í jólabókaflóðinu í ár var ótrúlega ríkulegt úrval barnabóka. Gárungarnir segja þetta ein bestu barnabókajól í mörg ár. Það er frábært að sjá hve duglegir íslenskir rithöfundar eru að skrifa fyrir börn og útgefendur viljugir að gefa út þýddar barnabækur. Við vonum að úrvalið haldi áfram að vaxa og dafna og næstu jól toppi jafnvel þessi. Þegar krakkarnir sem núna eru að vaxa úr grasi komast yfir á unglingsárin, þá vonum við aftur á móti að úrval ungmennabóka hafi batnað verulega. Þær ungmennabækur sem voru gefnar út fyrir þessi jól voru vissulega mjög góðar, til dæmis Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur sem hefur verið fjallað um hér á Lestrarklefanum. Börn sem eru að alast upp í dag við eins gott úrval og raun ber vitni eiga að fá að njóta þess að hafa þetta sama úrval inn í unglingsárin.

Okkur langar að heyra meira frá ykkur lesendum. Hvað eruð þið að lesa? Hvaða jólabækur leyndust í pakkanum? Skyldu eftir athugasemd hér að neðan, taggaðu Lestrarklefann á Facebook, Instagram eða Twitter. Hvað fannst ykkur um þessi bókajól?

Lestu þetta næst

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...

Hratt, hratt…hægt

Hratt, hratt…hægt

Mér er það afar minnisstætt þegar ég fletti fyrst í gegnum Reese's Book Club í leit minni að góðri...

Ég er ofurhetja

Ég er ofurhetja

Kapteinn Frábær í Tjarnarbíó. Kapteinn Frábær er engin venjuleg hetja. Eða er hann kannski allra...

Dásamlega upplífgandi

Dásamlega upplífgandi

Á dögunum var ég í leit að góðri ástarsögu, the Guardian var með fínustu samantekt þar sem...