Febrúar hlaðvarp – Smásagnafebrúar

Penni: Katrín Lilja

Febrúar er stuttur og senn á enda. Hérna kemur þó hlaðvarpsþáttur okkar í samstarfi við Kjarnann um smásögurnar. Við ræddum við Ævar Þór Benediktsson um smásagnaformið og komumst meðal annars að því að fyrsta höfundarverk hans var smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki. Við komumst að því að Guðrún Eva Mínervudóttir hitti mormónann Austin frá Texas og sat með honum í strætó frá Mjóddinni til Hveragerðis, þegar við ræddum við hana í þvottahúsinu hennar.

Einnig les Ragnhildur Hólmgeirsdóttir pistil um smásöguna, þar sem smásögum er enn einu sinni líkt við matvæli; snakkpoka að þessu sinni.

Við vorum að þátturinn falli í kramið hjá sem flestum.

Lestu meira

Í ástarsorg í Víetnam

Í ástarsorg í Víetnam

Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað töluvert í pestarástandinu sem ríkir í heiminum. Ferðalög á milli landa liggja niðri að mestu og sjálf hef ég ekki ferðast út fyrir Íslandsstrendur síðan 2019, eins og eflaust flestir landsmenn. Það því dýrmætt að geta...