Börnin hafa tilnefnt sínar uppáhaldsbækur!

25. apríl 2019

Í gær var tilkynnt um Bókaverðlaun barnanna á Borgargókasafninu. Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar. Árið í ár er 18 árið sem Bókaverðlaun barnanna verða afhend. Börn af öllu landinu gátu kosið um sína uppáhaldsbók, af 117 bókum. Nú hafa tíu hlutskörpustu bækurnar verið valdar, fimm þýddar bækur og fimm íslenskar.

ÍSlenskar

  • Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
  • Henri rænt í Rússlandi eftir Þorgrím Þráinsson
  • Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson
  • Siggi sítróna eftir Gunnar Helgason
  • Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson

Þýddar

  • Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
  • Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
  • Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée, þýðandi Helgi Jónsson
  • Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson
  • Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Þeir krakkar sem vilja svo styðja sína uppáhaldsbók alveg inn í úrslitin geta gert það í gegnum vef KrakkaRúv í Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Verðlaunaafhendingin verður sýnd í beinni útsendingu 1. júní næstkomandi. Aðstoðið börn í ykkar nærumhverfi við að kjósa sína uppáhaldsbók áfram!

Lestu þetta næst

Elsku leg

Elsku leg

Yerma eftir Simon Stone í Þjóðleikhúsinu Jólasýning Þjóðleikhússins 2024, Yerma, kemur svo...

Ótti vekur alltaf upp hatur

Ótti vekur alltaf upp hatur

Ótti vekur alltaf upp haturAriasman í Tjarnarbíó Sýningin Ariasman er 80 mínútna einleikur þar sem...

„Kona verður að velja“

„Kona verður að velja“

Leikritið Ungfrú Ísland var frumsýnt í Borgarleikhúsinu föstudaginn 17. janúar síðastliðinn. Um er...

Segulmagnaður einleikur

Segulmagnaður einleikur

Ífigenía var dóttir Agamemnon konungs í grískri goðafræði. Samkvæmt sögunni var henni fórnað af...