Börnin hafa tilnefnt sínar uppáhaldsbækur!

Penni: Katrín Lilja

Í gær var tilkynnt um Bókaverðlaun barnanna á Borgargókasafninu. Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar. Árið í ár er 18 árið sem Bókaverðlaun barnanna verða afhend. Börn af öllu landinu gátu kosið um sína uppáhaldsbók, af 117 bókum. Nú hafa tíu hlutskörpustu bækurnar verið valdar, fimm þýddar bækur og fimm íslenskar.

ÍSlenskar

  • Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
  • Henri rænt í Rússlandi eftir Þorgrím Þráinsson
  • Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson
  • Siggi sítróna eftir Gunnar Helgason
  • Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson

Þýddar

  • Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
  • Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
  • Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée, þýðandi Helgi Jónsson
  • Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson
  • Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Þeir krakkar sem vilja svo styðja sína uppáhaldsbók alveg inn í úrslitin geta gert það í gegnum vef KrakkaRúv í Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Verðlaunaafhendingin verður sýnd í beinni útsendingu 1. júní næstkomandi. Aðstoðið börn í ykkar nærumhverfi við að kjósa sína uppáhaldsbók áfram!

Lestu meira

Í ástarsorg í Víetnam

Í ástarsorg í Víetnam

Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað töluvert í pestarástandinu sem ríkir í heiminum. Ferðalög á milli landa liggja niðri að mestu og sjálf hef ég ekki ferðast út fyrir Íslandsstrendur síðan 2019, eins og eflaust flestir landsmenn. Það því dýrmætt að geta...