Fjarlæg framtíð, en samt svo nálæg

Blá eftir Maju Lunde fjallar um vatn. Bókin er önnur í loftslagsfjórleik Lunde, en einungis Blá hefur verið þýdd á íslensku. Áður hefur komið út bókin Saga býflugnanna (no. Bienes historie) og Lunde vinnur að því að fullklára þriðju bókina í seríunni sem mun fjalla um dýr í útrýmingarhættu og fjórða bókin mun svo fjalla um plöntur. Blá er þýdd af Ingunni Ásdísardóttur, sem ég vona að muni þýða hinar bækurnar í loftslagsfjórleik Lunde, þar sem þýðingin var til fyrirmyndar.

Each novel has parallel storylines that play out both in our time and somewhere in our not-too-distant future, in addition to gazing back at our past. All four explore humans in nature and the consequences of the choices we make, not only with regards to nature and the climate, but also the people around us. Because it is through the exploration of our closest boundaries – within families, between lovers, between parents and children – one best sees the reflections of the larger picture.

Segir Lunde sjálf um loftslagsfjórleikinn sinn.

Þráin eftir vatni

Í Blá fylgjum við með vatninu. Vatninu sem er okkur ómissandi, en maðurinn hefur notað, misnotað og sóað. Í nútímanum fylgjumst við með Signe. Signe er gömul kona sem fer á æskuslóðir sínar í Noregi í bátnum sínum Blá. Hún er reið yfir misnotkun mannanna á vatni og náttúru. Hægt og rólega í gegnum bókina er dregin upp mynd af fortíð Signe og æsku. Lesandi fær góða innsýn í báðar hliðar virkjanaframkvæmda og skammsýni mannanna.

Tuttugu og fimm árum síðar er David á flótta með Lou, dóttur sinni, norður eftir Frakklandi. Hann er loftslagsflóttamaður. Í fimm ár hafa þurrkað geysað í Suður-Evrópu og stökkt fjölda manns á flótta í leit að vatni. Vatnshreinsistöðvar eru úr sér gengnar, brunar hafa þurrkað út borgir. Framtíðin er ekki björt og það eina sem allir þrá er vatn.

Myrk framtíð

Lunde tekst að skrifa sannfærandi frásögn af vonleysi mótmælandans og tilgangsleysi. Henni tekst að fylla lesandan af ótrúlegum leiða þess sem hefur ekkert að gera nema bíða, bíða eftir að eitthvað gerist, eins og er raunveruleiki fjölda flóttamanna nú þegar. Bókin vekur lesandan til umhugsunar um vatnið, sem ætti að vera dýrmætara en nokkuð annað. Blá kemur inn í íslenskt samfélag (og heimssamfélagið ef út í það er farið) á hárréttum tíma; þegar umræða um loftslagsbreytingar er orðin svo hávær að maður heyrir ólíklegasta fólk ræða um vegan-uppskriftir – því það er ekki vit í neinu öðru en að minnka kjötneyslu.

Framtíðin sem Lunde dregur upp í Blá er ekki framtíð sem mér hugnast að lifa, eða láta börnin mín þurfa að takast á við. Bókin hreyfði við mér. Rithöfundar eru innblásnir af samfélaginu og umhverfinu í kringum sig, og það eru stöðugt fleiri og fleiri rithöfundar og skáld sem gera sér loftslagsmál að yrkisefni. Verk þeirra er spegill á samfélagið.

Blá er vel skrifuð saga um málefni sem er brýnt að halda áfram að ræða og takast á við. Báðar sögurnar í bókinni eru áhugaverðar og vekja forvitni og fléttast svo saman á óvæntan hátt.

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...