Sumarlestur og barnabækur

Við vonum að sem flestir hafi komist vel af stað í sumarlestrinum, börn og fullorðnir. Börnin lesa ekki nema foreldrarnir geri það líka! Það er ekkert huggulegra en að lesa í tjaldi við vasaljós. Eða á ströndinni, sumarbústaðnum, í garðinum heima, í rúminu… það er hægt að lesa alls staðar!

Í hlaðvarpsþætti mánaðarins ræðir Anna Margrét við Ragnheiði Gestsdóttur, barnabókahöfund og teiknara, um myndskreytingar. Er þörf á fleiri myndskreyttum bókum á íslenskum markaði? Hefur myndlæsi barna eitthvað breyst í gegnum tíðina? Katrín Lilja heimsótti Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, teiknara, barnabókahöfund og nýkrýndan handhafa barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur, í Íshúsið í Hafnarfirði. Hvað eru skólasögur? Eru það samantekin ráð að gefa út fjölda barnabóka að sumri til? Hvernig er að vera fyrsti handhafi barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur?

Erna Agnes flytjur innilegan pistil um Blíðfinn og það afl sem ein barnabók getur haft á líf barns. Að auki ljá fimm krakkar á aldrinum sjö til tíu ára okkur rödd sína og lesa upp úr barnabókum.

Við hvetjum alla til að taka upp bók í sumar og lesa hana spjaldanna á milli. Deilið mynd af bókinni með tagginu #sumarlestur og/eða #lestrarklefinn og lesum saman. Segið okkur hvað þið eruð að lesa í sumar! Hvað eru krakkarnir ykkar að lesa? Hvað eruð þið að lesa fyrir krakkana? Gerum bækur sýnilegar á samfélagsmiðlum! Gerum sumarið 2019 að bókasumrinu mikla!

Lestu þetta næst

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.

Tifandi rauðar klukkur

Tifandi rauðar klukkur

Sagan Rauðar klukkur (e. Red Clocks) gerist í Norður-Ameríku, í óljósri náframtíð. Þungunarrof eru...