Staðlaðar og ókeypis rafbækur

22. ágúst 2019

Meðal annars er hægt að hlaða niður A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens og verkum eftir William Shakespeare.

Standard Ebooks er býður lesendum upp á að hlaða niður rafbókum sem fallnar eru úr höfundarrétti. Síðan er rekin af sjálfboðaliðum sem sjá hag sinn, og komandi kynslóða í því að bjóða upp á vandaðar rafbækur lesendum algjörlega að kostnaðarlausu.

Rafbækurnar eru yfirlesnar af sjálfboðaliðum, þær settar upp í staðlað form með efnisyfirliti og kápumynd. Einnig eru innsláttarvillur leiðréttar, línubil löguð og sjónræn fegurð hans metin og endurbætt. Það hefur verið viðloðandi við fríar rafbækur á netinu að þær eru án allra fínheita eins og kápumynda og textinn sjálfur er ekki eins fagurlega útlítandi og hann gæti verið. Þessu vill Standard Ebooks útrýma og gera sem flestar ókeypis rafbækur fallegar og þannig verðmætari í huga lesandans.

Hver rafbókarskrá er aðlöguð að algengustu lesbrettum svo auðvelt ætti að vera fyrir lesendur að hlaða skránni niður í sitt lesbretti. Lestrarklefinn hvetur lesendur sína til að kynna sér úrvalið af fríum og fallegum rafbókum á Standard Ebooks og jafnvel leggja eitthvað til verkefnisins.

Bækurnar sem hefur verið hlaðið upp á síðuna eru meðal annars klassísk verk eftir kanónuhöfunda sem passa einstaklega vel í klassíkina hjá Lestrarklefanum í ágúst.

Lestu þetta næst

Að þekkja tilfinningarnar

Að þekkja tilfinningarnar

Í fyrra kom út bókin Litaskrímslið hjá Drápu en hún er bráðskemmtileg bók um stúlku sem hjálpar...

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...