Æsingur á sunnudaginn

Sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi verður Furðusagnahátíðin Æsingur haldin í Norræna húsinu. Hátíðin er angi af Icecon furðusagnahátíðinni þar sem dagskrá fer að mestu fram á ensku. Á Æsingi fer dagskrá þó eingöngu fram á íslensku. Til umræðu verða furðusögur. Hvaða stöðu þær hafa í íslenskri sagnamenningu og hvert stefna þær? Á mælendaskrá eru höfunda, útgefendur og annað bókmenntafólk.

Áhugasamir um furðusögur (e. fantasy) eru hvattir til að kíkja á hátíðina. Aðgangur á hátíðina er ókeypis og fjölmörg áhugaverð erindi á dagskránni. Eftir hátíðina verður boðið upp á PubQuiz í Stúdentakjallaranum. Hægt er að kynna sér viðburðinn betur á Facebook-síðu Æsings.

Dagskrá Æsings:

14:00 – Hátíð sett

14:10 – Saga furðusagna á ÍslandiÁrmann Jakobsson, Gunnar Theodór Eggertsson
og Sigþrúður Silja Gunnarsdóttir
Fundarstjóri: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

15:00 – Kaffi og spjall

15:20 – Af hverju furðusögur?Alexander Dan,
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson,
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Markús Már Efraím
Fundarstjóri: Snæbjörn Brynjarsson

16:20 – Meira kaffi og spjall

16:40 – Á sjóndeildarhringnum
Upplestur höfunda úr verkum í vinnslu eða
væntanlegum í bókabúðir
Fundarstjóri: Björn Friðgeir Björnsson

17:50 – Hátíð slitið

20:00 – PubQuiz á Stúdentakjallaranum

Lestu þetta næst

Geturðu elskað mig núna?

Geturðu elskað mig núna?

Þegar Hvítfeld, fyrsta skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, var sett fyrir í bókmenntafræðiáfanga sem...

Ögrandi smásagnasafn

Ögrandi smásagnasafn

Bókmenntir Suður-Ameríku hafa alltaf heillað mig. Smásögur eru töluvert virðingaverðara...