Íslenskir barna- og unglingabókahöfundar

Þegar nóvember gengur í garð eru minna en tveir mánuðir í jólin og hægt og rólega fer fólk að undirbúa sig undir komandi tíð. Jólaljósin, skammdegismyrkrið, kertaljós, hlýtt teppi og síðast en ekki síst – góð bók. Við sem fylgjumst með bókabransanum sjáum vel að jólin nálgast. Í hverri viku koma nýjar bækur á markaðinn, hver annarri áhugaverðari. Jólabókaflóðið er byrjað!

Fyrir ári síðan voru uppi háværar raddir um skort á umfjöllun um barna- og unglingabækur. Lestrarklefinn vill svara þessu kalli í ár og leggja sérstaklega áherslu á umfjöllun um barna- og unglingabækur fyrir jólin.

Í nóvember og desember mun Lestrarklefinn því birta viðtöl við íslenska barna- og unglingabókahöfunda, auk umfjallana um bækurnar. Hverju viðtali fylgir textabrot úr bók höfundarins. Kastljósinu verður beint að okkar hæfileika- og hugmyndaríku höfundum í þeirri von að barna- og unglingabækur nái að hefja sig upp fyrir kliðinn frá annarri afþreyingu. Og í þeirri von að barna- og unglingabækur rati í fleiri jólapakka.

#íslenskirbarnabókahöfundar #íslenskirunglingabókahöfundar

Lestu þetta næst

Stormasamt hjónabandslíf

Stormasamt hjónabandslíf

Gift eftir Tove Ditlevsen er minningarbók sem segir frá hjónabandslífi danska rithöfundarins sem...

Ótrúlegt aðdráttarafl

Ótrúlegt aðdráttarafl

Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að enda daginn alltaf á að lesa. Kvöldlestur er hluti af...

Ameríka er líka blekking

Ameríka er líka blekking

Fólk var hneppt í þrældóm frá mismunandi svæðum í Afríku nýlendutímans. Það var flutt í gegnum...

Júlían er fullkominn

Júlían er fullkominn

Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til...