Febrúar fyrir ljóðin

Tjáning í gegnum ljóð getur verið í knöppum og hnitmiðuðum texta sem skilur gríðarlega mikið eftir í huga lesandans. Stystu ljóð geta oft verið þau áhrifamestu, sem vekja mestar tilfinningar og sitja í manni lengi.

Í febrúar gefum við ljóðabókum pláss. Í síðasta jólabókaflóði flóði allt í ljóðabókum. Það var sannkallað ljóðabókaflóð! Ný skáld fengu tækifæri til að láta í sér heyra og eldri skáld brugðust ekki lesendum sínum.

Í mánuðinum munum við dusta rykið af eldri ljóðabókaumfjöllunum og velta fyrir okkur ljóðalestri. Er hann fyrir alla? Geta allir lesið ljóð? Er gaman að lesa ljóð? Við reynum að finna eldri ljóðabækur til að draga fram í ljósið og von er á umfjöllun um nýrri bækur. Febrúar er stuttur líkt og ljóð, en hann mun skilja mikið eftir sig.

#Ljóð #ljóðabók #ljóðafebrúar

Lestu þetta næst

Geturðu elskað mig núna?

Geturðu elskað mig núna?

Þegar Hvítfeld, fyrsta skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur, var sett fyrir í bókmenntafræðiáfanga sem...

Ögrandi smásagnasafn

Ögrandi smásagnasafn

Bókmenntir Suður-Ameríku hafa alltaf heillað mig. Smásögur eru töluvert virðingaverðara...