Febrúar fyrir ljóðin

Tjáning í gegnum ljóð getur verið í knöppum og hnitmiðuðum texta sem skilur gríðarlega mikið eftir í huga lesandans. Stystu ljóð geta oft verið þau áhrifamestu, sem vekja mestar tilfinningar og sitja í manni lengi.

Í febrúar gefum við ljóðabókum pláss. Í síðasta jólabókaflóði flóði allt í ljóðabókum. Það var sannkallað ljóðabókaflóð! Ný skáld fengu tækifæri til að láta í sér heyra og eldri skáld brugðust ekki lesendum sínum.

Í mánuðinum munum við dusta rykið af eldri ljóðabókaumfjöllunum og velta fyrir okkur ljóðalestri. Er hann fyrir alla? Geta allir lesið ljóð? Er gaman að lesa ljóð? Við reynum að finna eldri ljóðabækur til að draga fram í ljósið og von er á umfjöllun um nýrri bækur. Febrúar er stuttur líkt og ljóð, en hann mun skilja mikið eftir sig.

#Ljóð #ljóðabók #ljóðafebrúar

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.