Skrítilegt

 

Amma átti orð

sem finnast ekki í orðabók

orð sem búið var að snúa upp á

eins og kleinur

 

orð sem ég heyri bara

með hennar röddu

sjálfsögð eins og símhringing

eða veggfóður

bragðmikil eins og kanill

og kardimommur

 

orð sem ég tek mér í munn

til að njóta nærverunnar

örskotsstund áður en þau bráðna

eins og bakkelsi

á tungunni

 


 

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Skýjafar (2016) og birt smásögur í safnriti ritlistarnema, Það er alltaf eitthvað (2019).

 

 

 

 

 

Hits: 234