Rithornið: Skrítilegt

19. mars 2020

Skrítilegt

 

Amma átti orð

sem finnast ekki í orðabók

orð sem búið var að snúa upp á

eins og kleinur

 

orð sem ég heyri bara

með hennar röddu

sjálfsögð eins og símhringing

eða veggfóður

bragðmikil eins og kanill

og kardimommur

 

orð sem ég tek mér í munn

til að njóta nærverunnar

örskotsstund áður en þau bráðna

eins og bakkelsi

á tungunni

 

[hr gap=“30″]

 

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Skýjafar (2016) og birt smásögur í safnriti ritlistarnema, Það er alltaf eitthvað (2019).

 

 

 

 

 

Lestu þetta næst

Dýrð í dauðaþögn

Dýrð í dauðaþögn

Alfie missti pabba sinn fyrir þremur árum og satt best að segja gengur henni ekki vel að takast á...

Að þekkja tilfinningarnar

Að þekkja tilfinningarnar

Í fyrra kom út bókin Litaskrímslið hjá Drápu en hún er bráðskemmtileg bók um stúlku sem hjálpar...

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...