Í dag hleypti Mennta- og menningarmálaráðuneytið af stokkunum verkefninu Tími til að lesa. Verkefnið er lestrarverkefni þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta tímann til lesturs við núverandi aðstæður. Hægt er að skrá lesturinn á vefsíðunni timitiladlesa.is, fylgjast með hvatningu frá öðrum lesendum og rithöfundum, sjá heildar fjölda mínútna sem hafa verið lesnar af þeim sem hafa skráð sig til leiks og þann fjölda mínútna sem þú hefur lesið.
Hits: 299