Í júní fer landinn að hugsa sér til hreyfings. Flestir munu ferðast innanlands í ár, af augljósum ástæðum. Sumir komast ekkert vegna vinnu, en þrá mjög heitt að komast eitthvert annað. Það er eiginlega sama hvaða áætlanir þú hefur í sumar, þú getur alltaf ferðast á auðveldan og ódýran hátt. Í júní ætlum við í Lestrarklefanum að beina kastljósi okkar að ferðasögum.

“En hvað eru ferðasögur?” gætir þú spurt þig. Jú, ferðasögur eru bækurnar sem taka þig á fjarlægar slóðir, til fortíðar, til framtíðar eða þú labbar mjög langt með söguhetjunni. Ferðalagið gerist að sjálfsögðu eingöngu í huganum.

Viltu fara til skosku eyjunnar Mure? Finndu bók eftir Jenny Colgan. Langar þig að fara í frumskóga Indónesíu? Lestu Sæluvímu eftir Lily King. Viltu gerast landnemi á Kepler62? Lestu bókaflokkinn. Það er hægt að ferðast hvert sem er í huganum og ferðasögur er mjög vítt hugtak. Við ætlum þó að reyna að takmarka okkur við bækur þar sem söguhetjan fer á flakk eða höfundur tekur okkur á framandi slóðir. Bækur eru nefnilega frábærar til að ferðast til annarra landa og jafnvel til fjarlægra stjörnuþoka. Vertu með okkur í flakkinu og deildu þínum lestri með okkur. Merktu Lestrarklefann á Instagram eða á Facebook með tagginu #ferðasaga. 

#Ferðasaga #Lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Köld slóð

Köld slóð

Eva Björg Ægisdóttir sigraði Svartfuglinn með glæpasögu sinni Marrið í stiganum árið 2018 og hefur...