Bókamerkið: Nýjar ljóðabækur, Haukur Ingvarsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir

7. nóvember 2020

Í nýjum hlaðvarpsþætti Lestrarklefans, sem er einnig aðgengilegur á streymisveitunni Spotify, er fjallað um ljóðin. Lesa margir ljóð? Rebekka og Katrín Lilja velta fyrir ljóðaupplifunum. Hverju breytir kófið þegar kemur að sölu ljóðabóka? Ætti maður kannski að sitja og lesa ljóð upphátt hvort við annað í kófinu? Eða þurfa ljóðskáld að vera duglegri að setja inn upptökur af sjálfum sér að lesa sín ljóð? Sama hvað verður, þá er alltaf gaman að heyra ljóðlestur.

„Kannski er það okkur bara svo framandi að fólk segir sín innstu leyndarmál umbúðarlaust. Kannski er þetta ekkert dulmál. Kannski er bara svona erfitt að horfast í augu að þetta sé, að svona hugsum við og svona erum við,“ segir Haukur Ingvarsson um ljóðið í viðtali við Rebekku Sif. Ljóð eru ef til vill ekki eins torskilin og margir halda. „Þú tekur mynd af einhverju og lýsir því, hvort sem það er myndlýsing eða eitthvað annað,“ sagði Harpa Rún í spjalli við Rebekku Sif. Einnig fara Haukur og Harpa Rún yfir ljóðabókaútgáfuna sem nú þegar er komin út í ár, og er þar margt spennandi að finna.

Bókamerkið er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta. Í næsta þætti verður fjallað um furðusögur og unglingabókmenntir, sem oft eru flokkaðar í sama flokk. En það á kannski ekki alltaf við?

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Lestu þetta næst

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...

Hratt, hratt…hægt

Hratt, hratt…hægt

Mér er það afar minnisstætt þegar ég fletti fyrst í gegnum Reese's Book Club í leit minni að góðri...

Ég er ofurhetja

Ég er ofurhetja

Kapteinn Frábær í Tjarnarbíó. Kapteinn Frábær er engin venjuleg hetja. Eða er hann kannski allra...

Dásamlega upplífgandi

Dásamlega upplífgandi

Á dögunum var ég í leit að góðri ástarsögu, the Guardian var með fínustu samantekt þar sem...