Bókamerkið: Nýjar ljóðabækur, Haukur Ingvarsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir

Í nýjum hlaðvarpsþætti Lestrarklefans, sem er einnig aðgengilegur á streymisveitunni Spotify, er fjallað um ljóðin. Lesa margir ljóð? Rebekka og Katrín Lilja velta fyrir ljóðaupplifunum. Hverju breytir kófið þegar kemur að sölu ljóðabóka? Ætti maður kannski að sitja og lesa ljóð upphátt hvort við annað í kófinu? Eða þurfa ljóðskáld að vera duglegri að setja inn upptökur af sjálfum sér að lesa sín ljóð? Sama hvað verður, þá er alltaf gaman að heyra ljóðlestur.

“Kannski er það okkur bara svo framandi að fólk segir sín innstu leyndarmál umbúðarlaust. Kannski er þetta ekkert dulmál. Kannski er bara svona erfitt að horfast í augu að þetta sé, að svona hugsum við og svona erum við,” segir Haukur Ingvarsson um ljóðið í viðtali við Rebekku Sif. Ljóð eru ef til vill ekki eins torskilin og margir halda. “Þú tekur mynd af einhverju og lýsir því, hvort sem það er myndlýsing eða eitthvað annað,” sagði Harpa Rún í spjalli við Rebekku Sif. Einnig fara Haukur og Harpa Rún yfir ljóðabókaútgáfuna sem nú þegar er komin út í ár, og er þar margt spennandi að finna.

Bókamerkið er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta. Í næsta þætti verður fjallað um furðusögur og unglingabókmenntir, sem oft eru flokkaðar í sama flokk. En það á kannski ekki alltaf við?

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.